Hin afdrifaríka ákvörðun, verðtrygging á lán.

Auðkúlu 11. mars 2009.

Af visir.is

Þetta segir úttekt Seðlabankans:

Kemur ekki á óvart, enda lentu þeir sem eru um fertugt í óðaverðbólgu (allt að 120%) fyrstu árum níunda áratugarins. Að auki var 100% verðtryggingu lána dempt á, á einum degi ´79-´80.

Aftur lendir svo þetta sama fólk í erfiðu samdráttarskeiði ´90-´98.

Á þessum árum má segja að alveg hafi verið sama hvað menn lögðu hart að sér við að borga skuldir, ekkert hafðist undan. Það er því heldur óskemmtilegt f. sama hóp að vera að lenda í greiðsluhremmingum og samdráttartímum í 3ja sinn á aðeins 25-30 árum.

Fjölskyldur í vanda; kreppan kemur illa við aldurshópinn 30-44 ára.

Á fertugsaldri og rétt yfir.

Samsetning heimila í neikvæðri eiginfjárstöðu sýnir að kreppan lendir harkalega á fólki á aldrinum 30 til 44 ára. Nær helmingur fólks sem skuldar meira en það á er á þeim aldri.

Þetta kemur fram í skýrslu með bráðabrigðaniðurstöðum starfshóps Seðlabanka Íslands, sem hefur safnað gögnum um áhrif fjármálakreppunnar á efnahag heimilanna.  Bankinn kynnir samantekt sína á blaðamannafundi á eftir, en þar má finna upplýsingar um flestar gerðir lána og um efnahag fólksins í alndinu eftir að fjármálakreppan skall á.

Greiningin byggir á gagnagrunni með fjárhagslegum upplýsingum um heimili sem Seðlabankinn hefur aflað í samstarfi við fjármálafyrirtæki með leyfi Persónuverndar og er ætlunin að birta frekari gögn á næstunni.

Í skýrslu Seðlabankans kemur einnig fram að mánaðarleg greiðslubyrði bílalána er á milli 50 og 100 krónur á mánuði hjá 24% heimila sem þau lán hafa, en minni en 50 þúsund hjá sjö af tíu heimilum í gagnagrunni bankans.  Skýrslan er á vef Seðlabankans.

Valdemar Ásgeirsson.

 


Frábært, tökum Færeyingum fagnandi.

Auðkúlu 10.03.2009.

Þetta er gaman að heyra. Tími til kominn að fá samkeppni á tryggingamarkaðinn. Ekki spillir að hún komi frá frændum okkar og vinum í Færeyjum.

Líka gaman að við skulum vera komin með norskan seðlabankastjóra og nú hugsanlega norska/franska konu, til þess að leiða rannsókn á fjármálahruninu.

Íslendingar eru, eða voru a.m.k., dugnaðarfólk en kunna ekki almennilega fótum sínum forráð.

Því eigum við að fagna utanaðkomandi aðstoð.

Öll menntunin sem við höfum kostað til, virðist ekki hafa komið okkur að því gagni sem til var ætlast. Svo eru íslendingar hættir að nenna/vilja vinna með höndunum, margir hverjir eða jafnvel flestir. Sorglegt en staðreynd.

Að sjálfsögðu eigum við að nota tækifærið og stofna til enn frekara (víðtæks) samstarfs og samvinnu við nágranna okkar; Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga. Og fleiri þjóðir á norður-slóðum. þjóðir sem við eigum samleið með, eigum svipaða menningu, svipað atvinnulíf, veðurfar o.sv.frv.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.


mbl.is Vilja kaupa tryggingafélag hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig stofnun er Alþingi eiginlega ?

Auðkúlu 9.mars 2009.

Nauðasölur í hámarki, gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga líka í sögulegu hámarki.

Þá er setið og karpað, brýn mál sem varða fjölskyldur, heimili og fyrirtæki, tafin og teygð.

Þetta er dagskrá morgundagsins :

10.03.2009
08:30 Fundur í samgöngunefnd
08:30 Fundur í viðskiptanefnd
09:00 Heimsókn nemenda í Melaskóla
10:15 Fundur í iðnaðarnefnd
10:15 Fundur í félags- og tryggingamálanefnd
13:30 Þingfundur
13:30 Heimsókn nemenda í HÍ

Þetta eru nýjustu lagasetningarnar :

(Rekstur fráveitna, vinnsla kolvetnis..........)

Er ég einn um að finnast forgangsröðun einkennileg ?

 06.03.2009 virðisaukaskattur / Mál nr. 289
hækkuð endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað
05.03.2009 loftferðir / Mál nr. 196
flugvernd, gjaldtaka, EES-reglur o.fl.
05.03.2009 eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara / Mál nr. 313
afnám laganna
05.03.2009 stjórn fiskveiða / Mál nr. 207
gildistími ákvæða um áframeldi og krókaaflahlutdeild
03.03.2009 leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis 8/2009 Mál nr. 317
umsagnarréttur sveitarfélaga
03.03.2009 kosningar til Alþingis 7/2009 Mál nr. 328
viðmiðunardagur umsóknar um kosningarrétt
02.03.2009 tekjustofnar sveitarfélaga og gatnagerðargjald 6/2009 Mál nr. 185
lögveðsréttur fasteignaskatts og endurgreiðsla gatnagerðargjalds
02.03.2009 uppbygging og rekstur fráveitna / Mál nr. 187
heildarlög
26.02.2009 Seðlabanki Íslands 5/2009 Mál nr. 280
skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd
22.12.2008 fjáraukalög 2008 / Mál nr. 239

Lög samþykkt á yfirstandandi þingi

--------------

Valdemar Ásgeirsson.


Þetta er geggjað.

Hvernig í ósköpunum gat íslensk þjóð villst svona hrikalega af veginum ?

Hvað í ósköpunum héldum við að við værum ?

Vitum til, - alþýðan borgar brúsann - og brosir...........Frown


mbl.is 500 milljarðar til eigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framleiða, framleiða, framleiða......

HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI?

ÍSLAND NÝJAR HUGMYNDIR • ICELAND NEW IDEAS facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝSKÖPUN http://www.nyskopun.org Hér er búið að stofna nýja wiki síðu um

EYJAN.IS http://betraisland.eyjan.is/. Þá er Eyjan.is búin að stofna hugmyndabanka í líkingu við þennan hér sem er auðvita hið besta mál.
Fréttina má lesa
HÉR. Hef heyrt að mbl.is sé í svipuðum hugleiðingum :)


Hér hef ég verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta Íslenskt samfélag og auka fjölbreytni í atvinnumálum.

Upphaflega hugmyndin að listanum hófst þegar ég fór að spá í hvernig spara mætti gjaldeyrir og auka útflutninginn.

Eins og sjá má, þá er listinn langur. En ég vil líka reyna að virkja fleiri og óska ég því eftir að þeir sem þetta lesa komi með flottar og frjóar hugmyndir sem geta hjálpað Íslendingum í þessum þrengingum.



A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLA.
2) HEFJA SELVEIÐAR - Skinn (fatnað, skó, veski, útflutningur ...), lýsi, kjöt, bræðsla, mjöl, fiskafóður
3) FLYTJA VINNSLU Á ÖLLUM SJÁVARAFURÐUM TIL LANDSINS - Auka verðmæti á fiskafurðum heima með innlendu vinnuafli eins og hægt er.
4) AUKA VEIÐAR Á SMÁBÁTUM OG STÆKKA VEIÐISVÆÐI - Styrkir landsbyggðina.
5) VINNA ALLT HRÁEFNI BETUR OG ÞANNIG SNARHÆKKA ENDURSÖLUVERÐMÆTI Á AFURÐUM - Nýta mannafla og húsnæði út um allt land og vinnsluhúsnæði sem stendur hvort eð er autt út um allt.
6) ÞRÓA FISKELDI ÞAR SEM MÆTTI NOTA AFGANGA FRÁ SJÁVARÚTVEGI SEM FÆÐU - Hér má nota óspart hval og sel sem fæðu sem nóg er til af.
7) VINNA SÍLD OG MAKRÍL MEIRA - Selja til manneldis í stað þess að setja í bræðslu (Asíuþjóðir borga hátt verð í dag fyrir þessar afurðir). Sjá frétt HÉR.
8) SÆKJA Í NÝJA FISKISTOFNA - Túnfiskur, Makríll eða stofna sem eru fyrir utan kvóta.
9) AFNEMA KVÓTAKERFIÐ OG FESTA VEIÐIKVÓTANN VIÐ BYGGÐARLÖGINN! - Ekki á að vera hægt að flytja kvótann frá byggðarlagi eins og áður, að vísu mætti byggðarlag leigja út kvóta til annarra.
10) STÓRAUKA NEYSLU Á FISKAFURÐUM - Hér er besti matur sem hægt er að fá. Spurning um að lofa gömlum trillukörlum að veiða fyrir utan kvóta og selja beint til almennings.
11) KRÆKLINGAELDI (Birgir Þ) - Norðurskel á Dalvík er að gera góða hluti og eftirspurn í Evrópu er langt umfram framboð. http://www.skelraekt.is/. Spurning hvort að hér sé hægt að nota afganga í fiskvinnslu sem fæðu. Hér má sjá hvernig Kínverjar framleiða perlur http://www.photo.is/kina/perlur/index.html. Sem gæti líka verið möguleiki. Spurning um að nýta heita vatnið frá Reykjanesvirkjun betur?
12) ALÞJÓÐLEGAN SKÓLA Í HAFRANNSÓKNUM Á ÍSLANDI (Dagný R) - Hér er allt til alls, þekking og aðstaða. Frábær hugmynd. Sækja um styrk erlendis frá og fá erlend ríki til að reka Hafró að hluta til (skip og búnað).
13) NÚ ER VERTÍÐ - Nú er hægt að leita út á land aftur. Nóg til af ódýru húsnæði í sjávarþorpum út um allt. Nóga veiði að fá og ef vinnslan er flutt til landsins aftur, þá verður næga vinnu að fá.Sjá frétt HÉR. Fín afvötnun fyrir þá sem hafa orðið undir í fjármálasukkinu.
14) FISKMARKAÐUR FYRIR ALMENNING - Hvernig væri nú að opna fiskmarkað þar sem almenningur getur komið og keypt nýjan ferskan fisk á góðu verði. Í mörgum öðrum löndum er hægt að kaupa fiskmeti sem er meira að segja enn lifandi! Því er það ekki hægt hjá einni mestu fiskveiðiþjóð í heimi?


B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR
1) HEFJA VINNSLU Á VÖRUM INNANLANDS ÚR ÁLI - Auka stórlega þróun og skoða nýja tækni eins og vélar til framleiðslu.
2) SETJA UPP RÓBÓTAFRAMLEIÐSLUVERKSMIÐJU - Apple var að setja upp nýja svona verksmiðju þar sem róbótar smíða nýjustu ferðatölvurnar. Með þessari nýju tækni er hægt að sérsmíða smáhluti úr áli á örstuttum tíma með litlum tilkostnaði og fljótlegt er að breyta um form og lögun. Þarf engin mót. Allt skorið með vatni.
3) REYNA AÐ FÁ BÍLAFRAMLEIÐENDUR TIL AÐ FRAMLEIÐA HLUTI Í BÍLA Á ÍSLANDI - Ísland er vel staðsett og með öflugt flutningskerfi.
4) FÁ ÁLFYRIRTÆKI TIL AÐ BÚA TIL SJÓÐ SEM STYÐUR BETUR VIÐ SKÓLAKERFIÐ - Hér mætti kaupa vélar og tæki ásamt því að útbúa sérhæfðar námsbrautir í verkmenntaskólum sem kenna allt sem við kemur álframleiðslu. Einnig mætti búa til námsbraut sem er á háskólastigi og sú braut gæti verið alþjóðleg.
5) LEITA EFTIR VERKEFNUM HJÁ ÁLFYRIRTÆKJUM TIL AÐ ÞRÓA SÉRHÆFÐA TÆKNIVÖRU SEM ÁLIÐNAÐURINN NOTAR - Það er töluverð reynsla og þekking þegar til staðar á Íslandi bæði í smíði á búnaði og hugbúnaði.
6) ÍSLENSKUR SKIPAIÐNAÐUR (Jón A) - Byggja aftur upp Íslenskan skipaiðnað. Íslendingar eiga stóran flota sem þarf viðhald. Mikil þekking er enn til staðar í landinu og aðstaða víða um land sem er lítið notuð. Skipasmíðastöð Akranes, Flotkví Hafnarfirði
7) FRAMLEIÐA ÁLÞYNNU FYRIR PÖKKUN Á MATVÆLUM - Hér er mjög vaxandi iðnaður og er farið að vakumpakka og niðursjóða mat, ávexti ... í þunna álpoka. Einnig er mikil framleiðsla á álþynnu í matvælapökkun, rafþétta ...
8) ER ÁLIÐ STÓRA MÁLIÐ - Oft er ekki mikið sem þarf til til að velta litlum hagkerfum á hliðina. Hér er umfjöllun eða umræðu um málið!! svo hjá AGS (IMF) og Láru um málið HÉR.
9) SETJA ÍSLENSK LÖG UM ÁLFRAMLEIÐSLU OG ÚTFLUTNING - Setja ströng lög sem skilyrða álfyrirtæki að ákveðin % af framleiðslunni fari í framleiðslu og þróun innanlands. Álið verði selt á kostakjörum til innlendra framleiðslufyrirtækja á meðan verið er að byggja upp slíkan iðnað á Íslandi. Hér eiga Íslendingar EKKI að sætta sig við að öll framleiðslan sé flutt óunnin úr landi! Hér má lesa áhugaverða umræðu um málið!!


C) ORKUIÐNAÐURINN
1) FLYTJA ÚT ÞEKKINGU - Í samvinnu við Sameiniðuþjóðirnar reka Íslendingar alþjóðlegan skóla sem kennir allt sem viðkemur orkuvinnslu með hjálp jarðgufu.
2) ÞRÓA AÐFERÐIR TIL AÐ NÝTA GUFUORKUNA BETUR - Aðeins er 10 - 15% nýting á þeirri orku sem kemur frá borholum í dag.
3) FRAMLEIÐA ELDSNEYTI Í SAMVINNU VIÐ ÁLVERIN - Nota útblásturinn frá borholum
4) FJÖLGA HEIMARAFSTÖÐVUM - Hér er lítill iðnaður sem mætti vel styðja við bakið á sjá HÉR
5) KANNA MÖGULEIKA Á OLÍUVINNSLU VIÐ ÍSLAND - Spurning um að leita til Norðmanna.
6) FINNA FLEIRI NOTKUNARMÖGULEIKA FYRIR HEITT VATN - Hér má nota frárennsli frá virkjunum. Meðalrennsli frá Reykjanesvirkjun er svipað og í Elliðaánum sem rennur ónýtt til sjávar. Ómar með blogg um vannýtingu á orku HÉR.
7) REYNA AÐ KOMA Á SAMSTARFI VIÐ FYRIRTÆKI SEM FRAMLEIÐA VINDMYLLUR - Spurning um að setja upp vindmyllur á Íslandi fyrir fyrirtæki eins og VESTAS. Ísland er kjörin staður til að álagsprófa slíkan búnað.
8) KANNA MÖGULEIKA Á STÓRFELLDRI FRAMLEIÐSLU Á VETNI Á ÍSLANDI - Nú er verið að þróa marga nýja notkunarmöguleika á vetni.
9) NÝTA VATNSORKUNA BETUR VIÐ KÁRAHNJÚKA - Það virðist vera mun meiri orka þarna á ferðinni en útreikningar sýndu á sínum tíma. Hvernig væri nú að virkja nýja fossinn?
10) ÚTFLUTNINGUR Á RAFORKU (Steinar I) - Leggja neðansjávar rafkapla til Evrópu og USA, jafnvel til Suðurameríku og Afríku. Sífeld þróun er á jarðstrengjum. Spurning hvert þróun á ofurleiðurum er komin.
11) STÓRAUKA METANFRAMLEIÐSLU (Kristín H) - Nýta metangas sem kemur frá svínabúum, hænsnabúum. Umhverfisvænt, kemur í veg fyrir að sjálft metangasið fari óhindrað út í andrúmsloftið (mun verri gastegund en koltvísýringur). Sparar innkaup á bensíni og olíu.
13) ÓDÝRA RAFORKU FYRIR ÍSLENSKAN IÐNAÐ - Með því að bjóða íslenskum framleiðsluiðnaði ódýra raforku, þá má styrkja innlenda framleiðslu til muna og jafnvel styrkja útflutning. Gróðurhúsabændur (Ævar R). Aðgerð sem þarf ekki að kosta mikið en getur haft mikil óbein áhrif á samfélagið.
14) OLÍUVINNSLA Á AUST- OG VESTFJÖRÐUM - Hér eru fréttir sem benda á hugsanlega nýtanlegar olíuauðlindir undir Aust- og Vestfjörðum. sjá HÉR og Drekasvæðið HÉR. Líklega koma Þá Norðmenn og jafnvel Danir sterkir inn. Sjá einnig HÉR og HÉR.
15) SJÁVARFALLAVIRKJANIR (Hlynur Þ) - Á Íslandi eru margir góðir staðir sem eru nánast tilbúnir þar sem hægt er að setja upp stórar sjávarfallavirkjanir. sjá HÉR. Sjávarorka ehf í Stykkishólmi hefur verið leiðandi í að kanna möguleika á að virkja HÉR.
16) ÍSLENSK ORKUFYRIRTÆKI VEKJA ÁHUGA, NÝTA MEÐBYRINN - Hér má lesa góða frétt um velgengni Íslendinga í orkumálum. sjá HÉR
17) PAPPÍRSVERKSMIÐJA Á HELLISHEIÐI - Hér má lesa frétt um hvernig nýta má betur alla umfram orkuna (ca. 75% sem fer til spillis í dag) í pappírsframleiðslu sjá HÉR og HÉR.


D) FERÐAÞJÓNUSTA
1) AUKA NÝTINGU Á AÐSTÖÐU - Með því að lengja ferðamannatímann má bæta nýtingu á hótelum, bílum og mannskap
2) ÍSVETRARFERÐIR - Allt innifalið í pakka, 4x4 ferð á jökull
3) ÓVEÐURSFERÐIR - Hvað er meira spennandi en að lenda í alvöru vondu veðri á Íslandi.
4) VEIÐI Í GEGNUM ÍS - Vinsæl íþrótt sem er að aukast mikið.
5) BORA FYRIR ALVÖRU ELDGOSI - Það tókst við Kröflu á sínum tíma :)
6) FINNA LEIÐIR TIL AÐ NÝTA BETUR LANDSBYGGÐINA YFIR VETRATÍMANN - Hér er vandamálið þjónustustigið sem dettur niður um leið og sumarvertíðin er búin.
7) ÚTBÚA NÝJA HAGKVÆMA 4x4 FERÐALEIÐ Í KRINGUM HENGILINN - Hér þarf aðeins að leggja smá spotta til að klára hringleið. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/285628/
8) ÚTBÚA HRINGLEIÐ FRAMHJÁ FOSSINUM GLYM Í HVALFIRÐI - Vantar að selja ferðamönnum alvöru fjörð eins og Norðmenn eru að gera. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
9) ÚTBÚA ALÞJÓÐLEGT SKÍÐASVÆÐI - Ég hef verið með hugmyndir um að búa til alvöru skíðasvæði á milli Þórisjökul og Geitlandsjökul ásamt því að stækka Gullna hringinn HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922
10) STÓRBÆTA ALLA AÐSTÖÐU Á FERÐAMANNASTÖÐUM - Bæði byggingar-, rafverktakar og málmiðnaðurinn er í lægð. Hér er auðvelt að búa til verkefni á vegum ríkisins.
11) BÚA TIL NÝJA FERÐAMANNASTAÐI TIL AÐ DREIFA BETUR ÁLAGINU - Finna ný og falleg svæði og reyna jafnframt að vernda önnur betur.
12) REISA STYTTUR AF LANDVÆTTUNUM (Daði) - Reisa 50-60 metra háar styttur af Landvættunum, hver í sínum fjórðungi til að draga að ferðamenn.
13) STÓRBÆTA AÐSTÖÐU SKEMMTIFERÐASKIPA (Elín A) - Íslendingar eiga að reyna að laða að fleiri skemmtiferðaskip og reyna að halda þeim lengur í höfn.
14) STYRKJA NORRÆNU ENN MEIRA (Elín A) - Koma á reglulegum ferjusiglingum frá Seyðisfirði til Bandaríkjanna eða Kanada og opna þannig nýja möguleika á að hægt sé að fara á bíl til Íslands USA og Evrópu. Hér var ég með skemmtilega færslu um svipað efni http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/. Spurning hvort að það sé að opnast möguleiki á sambland af RISAFERJU og SKEMMTIFERÐASKIPI á leiðinni USA-ÍSLAND-EVRÓPA, magnaðar pælingar.
15) SJÓSTANGAVEIÐI (Bjorn E) - Auka sjóstangaveiðar.  Geysi vinsæl grein í Alaska og víðar. Hér er nú enn eitt fáránlegt þrætuepli stjórnmálaaflanna. Aðili reynir að koma upp flottri aðstöðu á Bolungavík og það ætlar ekki að ganga þrautalaust.
16) ÓKEYPIS FLUG TIL ÍSLANDS YFIR VETRATÍMANN - Stefán Helgi Valsson er með óvænta hugmynd HÉR. Bjóðum erlendum gestum ókeypis flug til og frá landinu í vetur. Gæti verið öflugt PR dæmi eins og sárabætur til þeirra sem hafa tapað á viðskiptum sínum við Íslendinga. Í staðin verður skilin eftir gjaldeyrir í landinu fyrir vöru og þjónustu. Ný frétt HÉR
17) KORTALESARAR FYRIR FRJÁLS FRAMLÖG Á VINSÆLA FERÐAMANNASTAÐI (María R + KPS) - Setja upp einfalt kerfi þannig að ferðamenn geti rennt kortinu sínu í gegn til að styrkja gott málefni eins og viðhald á viðkvæmum svæðum myndir hér. Þarf að vera mjög einnfalt kerfi þannig að þú gefur 100 kr. fyrir hvert strauj eða 500 kr. ef kortinu er rennt í gegn 5 sinnum. Því þarf skjá sem sýnir upphæð og hnapp til að samþykkja.
18) ÍSLENSK MENNING Í FERÐAÞJÓNUSTU (María R) - Endurvekja gamalt handverk og gamlar tradisjónir, kveðskap, gömlu dansana osfrv. Það vantar slíka afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn.
19) ÍSLENSKIR SUMARBÚSTAÐIR TIL SÖLU FYRIR ÚTLENDINGA (María R) - Á Íslandi eru 12-15 þús. sumarbústaðir og margir hverjir ekki í notkun eða lítið notaðir. "second home in beautiful Iceland". Gæti aukið ferðamannastrauminn mikið og ég veit að Kínverjar eru þessa dagana að leita eftir ódýrum fjárfestingum á Íslandi Sjá nýja frétt hér.
20) LATIBÆR (María R) - Vantar eitthvað meira fyrir fjölskyldur. Spurning hvort að Latibær geti útbúið einhverskonar fjölskyldugarð.
21) NÁTTÚRUFRÆÐI- OG JARÐFRÆÐISAFN (María R) - Hér vantar veglegt safn þar sem tvinna mætti saman þessi tvö svið. Safnið mætti vera með aðstöðu fyrir erlenda fræðimenn og ýmislegt sem þeim fylgir s.s. ráðstefnur, erlenda skólahópa, og auðvitað almenna ferðamenn.
22) INN Á GAFL - Hér geta Íslenskar fjölskyldur boðið ferðamönnum inn á íslenskt heimili í 1-4 klst. Þar fær erlendi gesturinn að borða íslenskan mat, spjalla og skoða Íslenskt heimili. Hér væri gaman að geta valið á milli bóndans, listamannsins, sjómannsins, alþingismannsins ... myndir hér.
23) RÁÐSTEFNUR OG SÝNINGAR - Hægt er að stórauka ferðir útlendinga með því að markaðssetja Ísland sem land fyrir sýningar. Gott dæmi um slíkt er Sjávarútvegssýningin, Matvælasýningin, Vestnorden, Iceland Airwaves ... Reyna að nýta vetratímann betur.
24) FJÁRSTYRKIR FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUSTAÐI (María R + KPS) - Útbúa styrktarkerfi fyrir ferðaþjónustustaði þar sem hægt er að gefa frjáls framlög til uppbyggingar. Einnig mættu opinberir aðilar útbúa öflugri sjóði. Mikið af fólki kemur erlendis frá til að gefa vinnu sína til að laga þessa staði. Spurning um að stækka það kerfi.
25) INNKAUPAÞJÓNUSTA FYRIR FERÐAMENN - Hér geta útlendingar fengið aðstoð til að versla inn ásamt leiðsögn Sjá HÉR.
26) ÓDÝRAN ÍSLENSKAN MAT Í ALLAN FLUGFLOTANN - Frakkar kunna að vekja athygli á sínum séreinkennum og hluti af því er að bjóða upp á alvöru Franskan mat með frönskum eðalvínum (í flöskum og ekki úr plastglösum) um borð í Air France. Hér á að bjóða upp á skyr, fisk, lambakjöt ... þó ekki væri nema að bæta fyrir þann skaða sem Íslendingar hafa valdið í útlöndum.


E) LANDBÚNAÐUR
1) HEIMASLÁTRUN - Eykur atvinnu í sveitum landsins. Ný frétt hér!
2) LEYFA SÖLU BEINT Á AFURÐUM - Bóndinn má þá pakka í sínar eigin umbúðir
3) AUKA ÚTFLUTNING Á HROSSUM OG FJÖLGA MARKAÐSSVÆÐUM - Íslenski hesturinn er þegar orðin heimsþekktur. Stoppa útflutning a graðhestum (stundargróði) að vísu bendir Árni G á að það sé lítil hætta hvað þetta atriði varðar.
4) MARKAÐSSETJA SKYR INN Á FLEIRI MARKAÐI - Það hefur gengið vel að markaðssetja skyr t.d. í New York
5) FRAMLEIÐA MEIRA AF KORNI FYRIR INNLENDA FRAMLEIÐSLU - Á Íslandi er fullkomin mylla til að mala hveiti í hágæða brauð.
6) NOTA HEITT VATN TIL AÐ HITA UPP JARÐVEG OG HRAÐA ÞANNIG VEXTI Á T.D. KARTÖFLUM - Þannig mætti lengja vaxtartímabilið og fá þar með stærri og betri vöru.
7) LEGGJA ÁHERSLU Á HEILSUVÖRUR - Gott dæmi um slíkan búskap er hjá bóndanum á Þorvaldseyri myndir hér
8) REYNA AÐ ENDURBÆTA TENGSLIN Á MILLI LANDSBYGGÐARINNAR OG ÞEIRRA SEM BÚA Á MÖLINNI - Væri ekki kjörið að reyna að koma þessum krakkaormum í sveit aftur til að moka flórinn og stinga út úr fjárhúsunum!
9) KANNA HVORT EKKI SÉ HÆGT AÐ NÝTA EITTHVAÐ AF ÖLLUM ÞEIM JÖRÐUM SEM AUÐMENN HAFA KEYPT UPP - Þetta eru oft á tíðum góðar landbúnaðarjarðir sem sumar eru að fara í órækt. Ríkið er víst að yfirtaka eitthvað af þessum jörðum aftur vegna greiðsluþrota.
10) STÓRAUKIN FJÁRBÚSKAPUR (Bjorn E) - Stórauka fjárbúskap uppí etv 5 milljón rollur eða meira.  Lambakjöt er eftirsóttasta kjöt vegna hollustu (heilsuvara). Auk þess fást gærur, ull og annað gott. Hér má breyta jörðum auðmanna sem eru að fara undir hamarinn í lokuð svæði fyrir sauðfjárrækt.
11) ÍSLAND LÍFRÆNT FRAMLEIÐSLULAND (Elín A) - Ef stjórnvöld myndu lýsa strax yfir að Ísland yrði gert að heilsu- og spa landi númer eitt í heiminum, að þá gætu Íslenskar vörur komist í heilsuhillur í búðir út um allan heim. Íslenskar matvörur eru flestar hverjar nú þegar í þessum flokki.
12) LOÐDÝRARÆKT (Ævar R) - Á Íslandi stendur mikið af ónotuðum húsum eftir loðdýraræktina á sínum tíma. Nú er þessir markaðir búnir að jafna sig og mikil reynsla og þekking til í landinu. Ef Danir geta notað Íslenskan fiskúrgang í sama tilgangi, því ættu Íslendingar sjálfir ekki að geta gert hið sama?
13) HREINDÝRARÆKT - Hvernig væri að setja upp bújarðir og lokuð svæði fyrir hreindýrarækt. Hreindýrakjöt er eitt besta kjöt sem hægt er að fá. Nú síðast mátti veiða 1333 dýr. Á Grænlandi er Íslendingur með stóriðnað í kringum hreindýrarækt, þar má nefna veiðar, matvælaframleiðsla, sláturhús og skinniðnaður. http://hreindyr.is/
14) ÍSLENSKA FÁNANN Á VÖRUR - Flott leið að sérmerkja Íslenskar hágæða vörur eins og Danirnir eru búnir að gera í mörg ár með góðum árangri Sjá HÉR.
15) STÓRAUKA FRAMLEIÐSLU Á NIÐURSUÐUVÖRU FYRIR ERLENDAN MARKAÐ (Bjorn E) - Íslendingar eiga stórt og öflugt dreifikerfi fyrir matvæli. Hér er auðvelt að útbúa bæði manna- og dýrafóður.

Þetta er aðeins brot af möguleikunum.  SmileWinkTounge
Tekið af kps.blog.is
Valdemar Ásgeirsson.....


Enn um hagkvæmni innlendrar framleiðslu.

Auðkúlu 4. mars 2009.

Á tímum sem þeim sem við lifum núna verður mikilvægi innlendrar framleiðslu enn mikilvægara. Reyndar mikilvægara f. þjóðarbúið en allt annað.

Það er algerlega til skammar f. íslendinga, hvað innlend framleiðsla hefu verið látin drabbast niður. Möguleikar til iðnaðar Íslandi eru prýðilegir og landgæði og landrými með þeim ágætum að vandalítið er að ráðast í stóraukna framleiðslu á landbúnaðar-afurðum.

"Það er ekki einungis að Drottinn hafi gefið oss allt, heldur einnig gnægðir alls." Það eina sem skortir er skynsamlegt stjórnarfar.""

-------------------------

Gestur yfirstandandi búnaðarþings er formaður norsku bændasamtakana, Pal Haugstad.

Hann segir í viðtali við Gísla Einarsson:

Pål Haugstad, formaður norsku bændasamtakanna Norges Bondelag, var gestur Búnaðarþings í ár. Hann sagði í viðtali í Ríkissjónvarpinu að norrænir bændur hefðu sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra bænda og áskorun til stjórnvalda í þeim erfiðleikum sem nú blasa við. Varðandi Evrópumálin sagði Pål að útilokað væri að aðlaga landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins að norskum veruleika. Hann sagði það sama eiga við hérlendis. Pål sagðist hafa það ráð til íslenskra bænda að framleiða sem allra mest af matvörum, það væri efnahagslega hagkvæmt að framleiða öll þau matvæli sem hægt væri í landinu. Þjóðin þurfi að búa svo um hnútana að íslenskur landbúnaður geti þrifist áfram og bændur sinnt vexti, endurnýjun og viðhaldi.

Viðtal Gísla Einarssonar við Pål Haugstad má nálgast með því að smella
hér.

Valdemar Ásgeirsson.


Saga úr Þykkvabæ, hagfræðingar og bændur........

Auðkúlu 24.02.2009.

Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.

Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á denslags búskaparlag. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.

(Peninga til þess að kaupa eitthvað fínt fyrir. Setja í gang aukna verslun. Stækka hagkerfið.)

Karlarnir voru tregir til en létu þó til leiðast.

Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.

En hagfæðingurinn kættist.

Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.

Fullt að gerast.

Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.

Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir stór-skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.


Kartöflupokarnir úr Þykkvabæ og hagfræði nútímans.

Auðkúlu 21.02.2009.

Mikið hefur verið rætt um viðtalið sem Egill Helgason tók við Gunnar Tómasson hagfræðing á dögunum.

Megininntakið í gagnrýni Gunnars á hagfræði nútímans er að; pappírspeningar dugi ekki, heldur verði/þurfi að vera raunveruleg, áþreifanleg veðmæti á bakvið þær skuldir sem stofnað er til.

Til þess að standa undir velferðarkerfi, atvinnu og þjónustu við fólkið í landinu, þarf veðmætasköpun, áþreifanlega vöru.

M.ö.o., við lifum á framleiðslu á vöru, ekki pappírum, viðskiptum með pappíra eða þjónustu hver við annann.

Raunveruleg framleiðsla, það er það sem þarf / dugar.

Er þetta eitthvað nýtt, spyr ég ? Vita þetta ekki allir ?

Í Silfri Egils sagði Gunnar :

(tekið af VB.is)

"Eins og ég sagði við Ögmund Jónasson og Guðmund jaka fyrir 25 árum að lífeyrissjóður Íslands syndir í sjónum í kringum landið. Við getum haft allan þann pappírsauð sem við viljum, en við lifum á því sem við framleiðum."

"Að gefa lífeyrissjóðinn, sem er fiskurinn í sjónum, í hendur einkaaðila og láta einkaaðila ráðskast með hann, - þetta er brask. Þetta er fullkomlega, finnst mér, svik við landið og íbúa þess.”

-------------------------------------------------

Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.

Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.

Karlarnir voru tregir til en létu þó til leiðast.

Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.

En hagfæðingurinn kættist.

Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.

Fullt að gerast.

Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.

Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.

           


Verðandi - stýrimannafélag hittir naglann á höfuðið.

Auðkúlu 15.02.2009.

Hvenær ætlum við að skilja að við lifum á fiskveiðum og landbúnaði ?

Það er hreint óþolandi að stjórnvöld skuli ekki snúa sér að því sem skiptir máli. Úti á landsbyggðinni, í fiski og landbúnaði liggur okkar eina von til þess að koma okkur út úr kreppunni. Einnig í íslenskum iðnaði, sem einu sinni var blómlegur, ferðaþjónustu og fl.....

Ekki í því að byggja hús hvor f. annann eða í annari þjónustu, þar sem einn þjónustar annan.

Þetta verður íslensk þjóð að læra að skilja. Það verður að skapa verðmæti, vöru.

---------------------------------------------------------

Þessi frétt er á vísir.is--------

Íslenskt þjóðfélag er á hausnum í orðsins fyllstu merkingu og það eina sem Ríkisstjórn Íslands hefur hugann við er allt annað en sjávarútvegur. Svo segir í ályktun stjórnarfundur Skipstjóra og- stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum sem haldinn var í gær þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta hefja loðnuveiðar strax.

Þar segir að fullmönnuð ríkisstjórn af fólki sem hafi ekki hundsvit á sjávarútvegi sé hneisa fyrir Ísland.

Mörg hundruð milljónir séu að tapast á hverjum degi "meðan þið sem stjórnið landinu okkar vitið ekki að sjávarútvegurinn er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá gjaldþroti.

Álver eða tónlistahús gera það ekki, segja Eyjamenn og spyrja:  Hvernig ætlið þið í ríkisstjórninni að bjarga heimilum landsins ef ekki á að nota þetta tækifæri sem fellst í veiðum á loðnu? Tíminn er stuttur sem þið hafið og þá erum við að tala um daga eða jafnvel klukkutímaspursmál.

Stjórn Verðanda hvetur ríkisstjórnina til að láta af mannaveiðum og láta hefja loðnuveiðar ekki seinna en á morgun.

-------------------------------------------------------------------------------------

Valdemar Ásgeirsson.


Jón Baldvin Hannibalsson, nei takk.

Auðkúlu 14.02.2009.

Jón Baldvin hefur látið í veðri vaka um hríð að hann geti hugsað sér að snúa aftur í pólitíkina.

Er ástæðan sú að hann getur ekki þolað að nú situr aftur vinstri stjórn við völd, eftir 18 ára stjórn hægri aflana ?

Uppúr 1980 átti almenningur og heimili á Íslandi víð gríðarlegan vanda að etja. Verðbólga var gríðarleg, náði allt að 120 prósentustigum.

Þetta kom ofaná að verðtryggingu hafði verið dempt á að fullu, á einum degi, árið 1979.

Það var gert til þess að vernda fjármagnseigendur í landinu en var vanhugsuð aðgerð og flaustursleg, sem kom feiknarlega hart niður á skuldugum fyrirtækjum og heimilum. Þetta hefði þurft að gera í áföngum og huga betur að þeim sem voru skuldugir.

Ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar, Framsókn - Kratar og Alþýðubandalag, (síðasta vinstri stjórnin) þurftu því að taka við mjög svo erfiðu búi af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem var að hrökklast frá vandanum, og við henni blöstu erfiðar ákvarðanir.

Almenningur / alþýða landsins var almennt nokkuð sátt við stjórn Steingríms, þrátt f. ýmisskonar klaufaleg ummæli Steingríms, sem fleyg urðu og verða lengi í minnum höfð.

Allir muna að það var Jón Baldvin Hannibalss. sem sleit vinstri-stjórnar-samstarfinu í beinni útsendingu, að mig minnir strax á kosningnótt.

Vinstri stjórnin hafði haldið, en Jón Baldvin kaus að gera sér dælt við Davíð Oddson, sem þá var nýlegur í lands-pólitíkinni, og mynduðu þeir Viðeyjarstjórnina frægu. Illu heilli.

Alþýðuflokkurinn fékk eitt kjörtímabil með Íhaldinu, þá sveik Davíð.

Eftir síðustu kosningar hefði verið hægt að mynda vinstri stjórn en Ingibjörg Sólrún kaus að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki, þrátt f. að hafa smalað sínum atkvæðum, hjá alþýðufólkinu, með loforðum um vinstri stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var höfuðandstæðingur Samfylkingar, sagði ISG.

Nú dettur Jóni Bald. í hug að endurtaka leikinn, varpa formanni Krataflokksins úr stóli og mynda sjálfur stjórn með Íhaldinu. Hægri-hægri-stjórn.

ATH. Það var Jón Baldvin sem varð örlagavaldur þjóðarinnar, strax við myndun Viðeyjarstjórnarinnar, þá var farið inná braut nýfrjálshyggjunnar, sem leitt hefur okkur íslendinga þangað sem við erum stödd núna.

Jón var heldur ekki neinn hvítþveginn engill, öðru nær. Frægar eru einka-vina-ráðningar Jóns, skinkusmygl, brennivínskaup í veislur frúr sinnar, rándýrar veislur o.sv.frv......

Jón Baldvin Hannibalsson, nei takk.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband