Formaður samtaka verslunar og þjónustu bullar um ísl. landbúnað.

Formaður samt. versl. og þjónustu veit ekkert hvað hún talar um.

Hér er brot úr ræðu hennar, senm hún flutti á þingi samtakanna nýverið.

Gaman væri ef íslenskir bændur væru að framleiða þessi umr. 40% sem landbúnaðar afurðir vega í matarkörfunni.

Nei, því miður, framleiðum við ekki t.d. mjöl, sykur, hrísgrjón, tóbak o.sv.frv. Allt eru það þó landbúnaðarafurðir.

Voðalegt er að sjá þetta.

--------------------------------------------------------------------------------------

Ágætu gestir - með réttu er vandlega fylgst með þróun verðlags á Ísland – ekki síst matvæla en í matvælakörfunni vega landbúnaðarafurðir þungt eða rúm í 40% Ég get því ekki látið hjá líðast að ræða örlítið um nýafstaðið Búnaðarþing og ályktanir sem þaðan bárust. Í fyrsta lagi dreg ég í efa að forysta Bændasamtakanna endurrómi skoðanir allra bænda – enda vitum við í versluninni að margir bændur vilja breytingar og sjá margvísleg tækifæri m.a. með aðild að ESB. Núverandi kerfi landbúnaðarins er óheilbrigt - niðurnjörvað í ríkisrekið styrkjakerfi, tollvernd og innflutningskvóta. Enda hverju hefur þetta kerfið skilað okkur? Jú – við íslenskir skattgreiðendur búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi - og íslenskir neytendur búa við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi. Þá hefði maður haldið að þetta sama kerfi skilaði bændum einhverju í aðra hönd – fyrir því væri jú bændaforystan að berjast - en það er öðru nær. Bændur eru láglaunastétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu atvinnugreinum eru bornar saman. Forysta bænda vill engu að síður slá skjaldborg um kerfi – sem allir tapa á - skattgreiðendur, neytendur - en ekki síst bændur sjálfir. Þetta getur vart verið sú framtíð sem bændur sjá fyrir sér - sér og sínum til handa?

En á það skal lögð áhersla að íslensk verslun styður íslenskan landbúnað - en getur ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi – til þess er það einfaldlega of dýrt og of gallað. Vaxandi gagnrýni á núverandi landbúnaðarkerfi mun þó ekki síður koma frá íslenskum skattgreiðendum og íslenskum neytendum sem munu gera vaxandi kröfu um lægri skattbyrði og lægra matarverð. Íslenskir bændur og íslenskar landbúnaðarafurðir eru á mörgum sviðum í fremstu röð og munu um ókomna framtíð eiga samleið með íslenskum neytendum - enda vilja Íslendingar sjá öflugan íslenskan landbúnað. Hins vegar veltur björt framtíð bænda á að þeir – eins og allur annar atvinnurekstur, átti sig á hvar styrkleikar þeirra og veikleikar liggja og hvar framtíðarvaxtamöguleikarnir eru. Framtíð bænda felst ekki í óbreyttu kerfi og fáir sjá fæðuöryggi Íslendinga í núverandi kerfi. Fæðuöryggi Íslendinga er samofið fæðuöryggi annarra Evrópuþjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband