Sultur á Íslandi. Smánarblettur samfélagsins, einn af mörgum.

Auðkúlu 30. janúar 2009.

Sveltandi fólk, svangt......

Ég hvet fólk til að skoða myndirnar af byggingum bankanna, tónlistarhúsinu, byggingum ríkisins o.sv.frv. Þær vitna um hina gríðarlegu firringu, dómgreindarleysi eða jafnvel greindarleysi þeirra sem höfðu peningaráð á undanförnum árum.

Skoða, sjá með eigin augum þá hrikalegu mismunun sem byggð hefur verið upp á undanförnum árum, undir forystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Að sýna miskunnarleysi og virðingarleysi gagnvart náunga sínum:

Mismununarkerfið var grundvallað á því; þegar framsal kvóta, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi var heimilið. Þar / þá byrjuðu ósköpin. Ósköp misskiptingarinnar.

Hannes Hólmsteinn, ásamt mörgum fleirum, kenndi aðferðina, hagfræðina við kvótaframsalið.

Sem sagt; fiskurinn lá óveiddur í sjónum. Með því að gera kvótannn að markaðsvöru urðu til "peningar". Sama gildir um landbúnaðinn.

Örfáum var réttur rétturinn/heimildin til þess að veiða fiskinn eða framleiða mjólkina, engir aðrir geta komist þar að.

---------------------------------------------------------------------

Ég hef undanfarið skorað á bændur landsins að gefa landbúnaðarafurðir til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar.

Undirtektir hafa því miður verið; nákvæmlega engar, enn sem komið er. Það er hneisa. Bændum var gefinn, (eins og útgerðarmönnunum varðandi auðlindir hafsins), rétturinn til þess að framleiða, nota landið, og því ekki nema sanngjörn krafa að þeir láti af hendi rakna til bjargar þeim sem alminnst hafa á milli handanna. Eru svangir.

---------------------------------------------------------------------

DV birtir þessa frétt:

Leigubílstjóri sveltur fyrir eiginkonuna

Gauti hefur þurft að svelta sig í einn og hálfan sólarhring vegna peningaleysis.

Gauti hefur þurft að svelta sig í einn og hálfan sólarhring vegna peningaleysis. Róbert Reynisson.

Fimmtudagur 29. janúar 2009 kl 06:30

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag.

Gauti Hákonarson, sextugur leigubílstjóri, missti vinnuna í byrjun árs í kjölfar kreppunnar. Í gær hafði hann soltið í einn og hálfan sólarhring og leitaði í fyrsta skiptið til Fjölskylduhjálpar Íslands. Hann lagði sitt af mörkum til Fjölskylduhjálparinnar þegar hann hafði það sem best og fær það nú til baka þegar neyðin er sem mest hjá honum.

„Ég er að koma í fyrsta skiptið hingað, ég missti vinnuna í kjölfar efnahagskreppunnar,“ segir Gauti Hákonarson, sextugur leigubílstjóri. Hann er einn af fjölmörgum sem leituðu aðstoðar hjá Fjölskylduhjálp Íslands í gær.

Gauti var leigubílstjóri í 24 ár en þegar fór að þrengja að í kjölfar kreppunnar fækkaði ferðum hans gífurlega svo ekki borgaði sig að keyra lengur. Hann hætti að keyra fljótlega eftir áramótin og sér fram á erfiða tíma framundan.

-------------------------------------------------------------------------------

Það er ekki líðandi, ekki hægt að horfa upp á það að fólk hafi ekki til hnífs og skeiðar, á Íslandi. Verði það raunin vil ég ekki vera íslendingur lengur.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu. LÍF OG LAND, fyrir alla.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband