Verðandi - stýrimannafélag hittir naglann á höfuðið.

Auðkúlu 15.02.2009.

Hvenær ætlum við að skilja að við lifum á fiskveiðum og landbúnaði ?

Það er hreint óþolandi að stjórnvöld skuli ekki snúa sér að því sem skiptir máli. Úti á landsbyggðinni, í fiski og landbúnaði liggur okkar eina von til þess að koma okkur út úr kreppunni. Einnig í íslenskum iðnaði, sem einu sinni var blómlegur, ferðaþjónustu og fl.....

Ekki í því að byggja hús hvor f. annann eða í annari þjónustu, þar sem einn þjónustar annan.

Þetta verður íslensk þjóð að læra að skilja. Það verður að skapa verðmæti, vöru.

---------------------------------------------------------

Þessi frétt er á vísir.is--------

Íslenskt þjóðfélag er á hausnum í orðsins fyllstu merkingu og það eina sem Ríkisstjórn Íslands hefur hugann við er allt annað en sjávarútvegur. Svo segir í ályktun stjórnarfundur Skipstjóra og- stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum sem haldinn var í gær þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta hefja loðnuveiðar strax.

Þar segir að fullmönnuð ríkisstjórn af fólki sem hafi ekki hundsvit á sjávarútvegi sé hneisa fyrir Ísland.

Mörg hundruð milljónir séu að tapast á hverjum degi "meðan þið sem stjórnið landinu okkar vitið ekki að sjávarútvegurinn er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá gjaldþroti.

Álver eða tónlistahús gera það ekki, segja Eyjamenn og spyrja:  Hvernig ætlið þið í ríkisstjórninni að bjarga heimilum landsins ef ekki á að nota þetta tækifæri sem fellst í veiðum á loðnu? Tíminn er stuttur sem þið hafið og þá erum við að tala um daga eða jafnvel klukkutímaspursmál.

Stjórn Verðanda hvetur ríkisstjórnina til að láta af mannaveiðum og láta hefja loðnuveiðar ekki seinna en á morgun.

-------------------------------------------------------------------------------------

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband