11.3.2011 | 22:47
Hagfræði Háskólamanna - hollur er heimafenginn baggi.
Auðkúlu 11. mars 2011.
Orðið fæðuöryggi hefur verið nokkuð á vörum manna nú upp á síðkastið. Margir hafa það í flimtingum og gera grín að. Það gera þeir sem grunnhyggnir eru, eru aldir upp með silfurskeið í munni og aldrei hafa verið svangir, og hafa ekki lesið frásagnir frá fyrri hluta 20. aldar.
Það er fullkomnlega ástæðulaust að spauga með svo alvarleg málefni.. Það er nefnilega alls ekki víst, að ísl. þjóð komi til með að búa við fullkomið öryggi á því sviði um alla framtíð. Og ekki þarf að fara langt út fyrir landsteinana til að finna þjóðir sem búa við mikla óvissu varðandi fæðu / fæðuöflun sína. Við þurfum ekki að fara lengra en til mið-Evrópu til að sjá hinar ömurlegu, viðvarandi hörmungar.
Við þurfum heldur ekki að fara langt aftur í tímann, hér á Íslandi, til að rifja upp, fullkomið fæðu-óöryggi vorrar þjóðar. Hér var allt í ólestri í þeim efnum fram á miðja 20. öld, eða fram yfir seinna stríð.
Ég bendi á merka bók; "Baráttan um brauðið" eftir Tryggva Emilsson, og segir frá atvinnu- og matarleysi dugandi fólks í Eyja- og Skagafjörðum, og baráttu fólks fyrir lífinu á þeim slóðum.
Nú er hinsvegar nóg af matvælum í landinu. Ísl. landbúnaður annar nær því allri eftirspurn eftir kjöti, mjólk og mjólkurafurðum. Einnig kartöflum og grænmeti. Íslenskir fiskimenn draga að landi nær allan fisk sem þjóðin neytir.
Og; íslendingar búa vel hvað gæði framleiðslunnar snertir, bæði í innlendum landbúnaðarafurðum og sjávarafurðum.
Við höfum líka gnægð annara matvara, innfluttra, s.s. kornvara, olíu o.fl. Guðlaun f. það.
Nú gætum við aukið verulega framleiðslu á matarolíu og kornvörum, og eigum að gera það.
Gallinn er bara sá, að það er ekki hagkvæmt, segja hagfræðingarnir og fleiri reiknimeistarar. Skilar sumsé ekki arði. Þvílík endemis della.
Það mun sannast hið fornkveðna, að; "hollur er heimafenginn baggi."
------------
Hér kemur svo sagan af kartöflubændunum í Þykkvabæ og hagfræðingnum.
Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.
Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.
Karlarnir voru tregir í taumi, en létu þó til leiðast.
Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.
En hagfæðingurinn kættist.
Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.
Fullt að gerast.
Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.
Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.