25.12.2008 | 10:13
Umburðarlynd alþýða.
Auðkúlu.......
Umburðarlyndi íslenskrar alþýðu er aðdáunarvert. Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Fjölmiðlar hafa hinsvegar hneykslast á framkomu alþýðunnar í sambandi við mótmælin sem hafa verið á undanförnum vikum.
Yfirleitt hafa þessi friðsamlegu mótmæli verið kölluð óeirðir.
Samkvæmt mínum málskilningi þýðir orðið óeirðir;
óspektir eða ófrið.
Ég vil ekki kalla það óeirðir þó nokkrir einstaklingar kasti nokkrum eggjum í hús.
Hætt er þó við að alvöru óeirðir / óspektir, brjótist út á Íslandi á næstu vikum.
Um þessar mundir er fólkið í landinu að huga að jólahaldi. Mótmæli eru í bið.
Uppúr áramótum fer fólk að finna verulega fyrir arfavitlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þá fer líka fólk að verða fyrir atvinnuleysinu af fullum þunga, uppboð fara á fullt o.sv.frv.
Þá byrja óeirðirnar.
Valdemar Ásgeirsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.