Vanþroski stjórnmálamanna.

Auðkúlu.......

Vanþroski stjórnmálamanna.

Getur verið að til setu á Alþingi íslendinga veljist gjarnan vanþroskað fólk ?

Fólk sem ekki veit sín takmörk en einblínir um of á vegtyllur.

Ég hef oft velt þessu fyrir mér.

Í þorpi einu úti á landi var starfsmaður hjá Bifreiðaeftirliti Ríkisins, hinu sálaða.
Manninn skulum við bara kalla Jón.
Jón var að ég held, ósköp venjulegur, ágætur maður.
Þegar hann var kominn í einkennisbúninginn sem menn báru hjá Bifreiðaeftirlitinu í den tíð, brúnan búning með gylltum hnöppum, virðulega einkennishúfu eins og lögreglumenn höfðu við störf, virtist hann algerlega umhverfast.

Menn fengu engan frið, Jón fór um sveitir með klippur og klippti af bílum í "store banner", og nánast ómögulegt var orðið að koma bílum athugasemdalaust í gegn um skoðun.
Einstaka vinir Jóns áttu þó góða möguleika á að fá skoðun á bíla sína.

M.ö.o., Jón kunni ekki að fara með vald sitt og misnotaði það gróflega.
Jón kom hinsvegar alls ekki auga á þetta sjálfur, öðru nær, hann taldi sig einfaldlega vera að vinna verk sitt, og vinna það miklu betur en forverarnir.

Jón sýndi án nokkurs vafa; gríðarlegt dómgreindarleysi og vanþroska.
Gylltu hnapparnir, vegtyllan, villti Jóni sýn.
Þessi sömu einkenni eru mjög sýnileg hjá mörgum lögreglumönnum og ýmsum öðrum embættismönnum.
Gullhnapparnir taka vitið frá mönnum. Fyrirgefið, ekki öllum, tekur vitið frá vanþroskuðum mönnum.

Þroskað og skynsamt fólk með hugsjónir sem það vill að nái fram að ganga, eyðir ekki tíma sínum á Alþingi íslendinga. Þar eru starfshættir of vanþroskaðir til þess.
Þar er of mikill vanþroski. Þar er vanþroski allsráðandi.
Þar safnast saman fólk, án hugsjóna, án staðfestu, án viljastyrks án staðfestu o.sv.frv.
Vanþroskað fólk sem tekur vegtyllur, gyllta hnappa, fram fyrir hugsjónir.
Vanþroskað fólk sem setur sína eigin drauma um að fá að láta ljós sitt skína, framar velferð þjóðarinnar. Skellir skollaeyrum við óskum og þörfum þjóðarinnar.
Þetta sýnir sig æ ofan í æ.

Vanþroskað fólk.

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband