Til eru fræ......og lítil börn sem aldrei verða menn.

Auðkúlu.............

Ætli ríkisstjórn og sveitarstjórnir Íslands að halda sig við það að gera ekki neitt að gagni til hjálpar fjölskyldunum í landinu, verða afleiðingarnar hræðilegar.
Lækkun greiðslubyrði á fasteignatryggðum lánum um 5-15%, til skamms tíma hjálpar ekkert.
Ekki þegar sömu lán hafa hækkað um 90-100% að undanförnu.
Því miður kæra vinkona, Jóhanna Sigurðardóttir.

Ingvi Örn, fyrrverndi starfsmaður Seðlabanka og AGS, og núverandi starfsmaður Landsbanka segir að gjaldþrot eigi að banna með lögum í a.m.k. 6-9 næstu mánuði, eða á meðan reynsla fæst á "fleytingu" krónunnar.
Fleiri sérfræðingar hafa komið fram með sömu tillögur.
Ríkisstjórn Íslands hlustar ekki á það frekar en annað. Hroka-oddvitarnir vita nú líkast til betur.
Frekar á að horfa á fyrirtækin gufa upp og þekkinguna sem býr innan fyrirtækjanna gufa upp.
Fjölskyldur tapa eignum sínum og það sem verra er; tapa heiðri sínum, stolti, reisn og virðingu.
M.ö.o., gera frískt og dugandi, kappsmikið og framsækið og hamingjusamt fólk að hálfgerðum eða algerum aumingjum.

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð en verða aldrei blóm.

Þarf það að vera svo ?  Nei, það þarf að einungis að hlúa að fræjunum, eigi þau að verða blóm. Blóm sem geta staðið frísk og keik um langa tíð, sjálfum sér og öðrum til ómældrar gleði.

Jóhnna og Ingibjörg, takið fram garðyrkjuhanskana og þreifið á moldinni, enn betra er þó að vera berhentur. Kann að ske, að þið náið jarðsambandi.
Talið við reynda, gamla, góða garðyrkjumenn, vanti ykkur ráð.


Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.



Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
1895-1964

Góðir Íslendingar, eigið góðar stundir.  Valdemar Ásgeirsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband