Bjart er yfir Betlehem og Blönduósi líka.

Auðkúlu............

Framkvæmdastjórinn okkar hjá SAH-afurðum, (kjötvinnsla og sláturhús) hélt fund með starfsmönnum fyrirtækisins í gær.
Á fundinum kom í ljós að gert er ráð f. að sala á kjötvörum SAH komi til með að ganga vel næstu misseri.
Mikil slátrun er þessa dagana og mikil kjötvinnsla.
Úrbeining, sögun, söltun og reyking o.fl.
Fyrirtækið vantar fleiri starfskrafta.
Hjá SAH starfa margir útlendingar, frá Slovakiu og Póllandi, flestir.
Nú er þetta fólk, margt, að hverfa til sinna heimahaga og er það vel.
Þ.e.a.s. það er vel að ástandið í Póllandi og í Slovakiu hafi skánað, þannig að fólkið hefur nú að einhverri vinnu að hverfa heima, og getur snúið heim til ástvina og skyldmenna.
Það er hinsvegar slæmt f. okkur í Húnaþingi og íslendinga alla að fólkið fer heim.

Þetta er fólkið sem hefur haldið uppi velferðarkerfi okkar íslendinga á undanförnum árum, eða allt frá því að við hættum sjálf að fást til þess að vinna við t.d. kjötvinnslu, fiskvinnslu og aðra verkamannavinnu.

Hættum að vilja vinna við yfir höfuð allt sem skapar raunveruleg verðmæti.

Allir fóru í skóla, hundruð og þúsundir viðskiptafræðinga, lögfræðinga og hagfræðinga hafa verið útskrifaðir úr háskólunum.

Hvaða verðmæti sköpuðu fræðingarnir ?

Hvernig getur verið að þjóðin öll er komin á hausinn ?

Valdemar Ásgeirsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband