Þú þjóð með eymd í arf........

Auðkúlu...................

Nú er nokkuð rætt um að til standi að setja upp áburðarverksmiðju í Húnaþingi.
Hvernig er það, áttum við ekki slíka verksmiðju í R-vík ?
Hvar er hún núna ?
Í Kína ?
(Ef svo er, er hún hugsanlega keyrð með kolum og olíu.)

Fyrir um það bil 100 árum vildi Einar Benediktsson skáld og athafnamaður reisa áburðarverksmiðju á Íslandi.
Einar vildi líka drífa áfram öflugan landbúnað og flytja út matvörur í stórum stíl.

Nú öld seinna eigum við hvorki áburð eða matvörur til að flytja út.

Er íslendingum ekki viðbjargandi ?

Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,
Litla þjóð, sem geldur stórra synda:
Reistu í verki
Viljans merki-
Vilji er allt, sem þarf.

Hví notum við ekki "gnóttir lífsins linda"  ?? 
Svar : Galið stjórnarfar og viðurstyggilegt snobb veldur því.
Drottinn hjálpi íslenskri þjóð.

Valdemar Ásgeirsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband