Fiskveiðar í Svínavatni.

Auðkúlu 10.11.2008.

Fiskveiðar í Svínavatni - Fórnfúst starf Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar

Eins og landsmenn þekkja, er nú á síðustu og verstu tímum gríðarleg þörf á að aðstoða fjölda fjölskyldna, einkum á Reykjavíkursvæðinu. Ég hef heimildir fyrir því að fjöldi þeirra sem leita ásjár hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni fari ört vaxandi með viku hverri.

Fjöldi þeirra sem leggja Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni lið í fórnfúsu starfi þeirra fer sem betur fer einnig vaxandi. En betur má ef duga skal.
Aukin fátækt og matarleysi er smánarblettur á íslensku samfélagi.

Upp er komin hugmynd um að bændur við Svínavatn í Húnaþingi og aðrir húnvetningar, standi að sameiginlegum veiðum í vatninu.

Aflinn verði gefinn til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar.

Húnvetningar - leggjum okkar af mörkum.

Gefum fátækum kost á að njóta af "gnægtaborði Svínavatns".

Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til við að hrinda þessarri hugmynd í framkvæmd, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan, í síma:

868-7951, eða senda e-mail á; velar@emax.is

Okkur vantar að láni í nokkra daga:

Silunganet og tilheyrandi, einnig sæmilegan bát, (helst með mótor).

Svo vantar fólk sem er tilbúið til að aðstoða við veiðar og aðgerð í 2-3 daga.

Að sjálfsögðu þiggjum við hjálp, hvaðan sem hún kemur.
Ef einhverjir þarna úti vilja koma og veiða, tökum við þeim fagnandi.
Hví ekki að skreppa í sveitina og eiga skemmtilegan dag, en leggja góðu málefni lið í leiðinni ?

(Þingmenn, ráðherrar og bankastjórar, nýjir og notaðir, sérstaklega boðnir velkomnir.):p:lol::$

Bestu kveðjur, með von um góð viðbrögð,

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband