25.12.2008 | 10:34
Fátækt á Íslandi.
Auðkúlu..............
Það er hreint ömurlegt að heyra það frá bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni að sífellt skuli fleiri og fleiri leita eftir matargjöfum.
Á sama tíma er verið að skipa nýja bankastjóra hjá hinum nýju ríkisbönkum.
Þeir þiggja laun uppá nær 2 millj. á mánuði. Meira en árslaun t.d. sjúkraliða.
Djöfull er þetta nú ömurlega lásí fólk, að geta tekið við þessum greiðslum.
Auk þess ekur þetta lið á lúxus-Benzum á kostnað bankanna / ríkisins.
Með ólíkindum að ekki skuli vera gerð hróp að þessu fólki þegar það ekur um götur bæjarins á lúxus-vögnunum.
Hvernig getur fólk haft ánægju af því að nota bíla fengna með þessum hætti ?
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar bágstöddum.
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar þeim fjölskyldum sem eru við það að missa sitt húsnæði.
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar fyrirtækjunum í landinu. Öðru nær, vextir hafa verið hækkaðir en þótti nú flestum nóg komið.
Síðastliðið sumar var verið að auglýsa, trekk í trekk eftir ríkisstjórn Íslands.
Hún er reyndar orðin sýnilegri en reyndar bara hluti hennar.
Almenningi blæðir..................Hvað mun mörgum blæða út.
Góðir landsmenn, eigið góðar stundir.
Valdemar Ásgeirsson.
Það er hreint ömurlegt að heyra það frá bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni að sífellt skuli fleiri og fleiri leita eftir matargjöfum.
Á sama tíma er verið að skipa nýja bankastjóra hjá hinum nýju ríkisbönkum.
Þeir þiggja laun uppá nær 2 millj. á mánuði. Meira en árslaun t.d. sjúkraliða.
Djöfull er þetta nú ömurlega lásí fólk, að geta tekið við þessum greiðslum.
Auk þess ekur þetta lið á lúxus-Benzum á kostnað bankanna / ríkisins.
Með ólíkindum að ekki skuli vera gerð hróp að þessu fólki þegar það ekur um götur bæjarins á lúxus-vögnunum.
Hvernig getur fólk haft ánægju af því að nota bíla fengna með þessum hætti ?
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar bágstöddum.
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar þeim fjölskyldum sem eru við það að missa sitt húsnæði.
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar fyrirtækjunum í landinu. Öðru nær, vextir hafa verið hækkaðir en þótti nú flestum nóg komið.
Síðastliðið sumar var verið að auglýsa, trekk í trekk eftir ríkisstjórn Íslands.
Hún er reyndar orðin sýnilegri en reyndar bara hluti hennar.
Almenningi blæðir..................Hvað mun mörgum blæða út.
Góðir landsmenn, eigið góðar stundir.
Valdemar Ásgeirsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.