Spámaður ?

Auðkúlu 26.12.2008.

Nú líður að áramótum. Það styttist því í það að Völva Vikunnar fari að birta spá sína f. komandi ár.

Það er nú sennilega e-ð í mannssálinni, að vilja líta til baka um áramót, og líta einnig fram á veginn og reyna að meta stöðuna. Spá.

Menn og konur eru náttúrulega mis miklir spámenn og enginn er spámaður í sínu föðurlandi.

Þ.e. enginn hlustar á spár nágranna síns, einkum þó ef þær hljóma ekki vel í eyrum hlustandans.

Það, hvernig til tekst með spár fer líka mjög eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni.

Nú, um þessi áramót er vandalítið að gera spá fyrir íslenska þjóð, spá fyrir árið 2009. En ekki er víst að allir vilji heyra.

Spá fyrir árið 2009, kafli 1:

Vextir verða áfram háir. Einnig verðbólga.

Mikið verður um gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja.

Atvinnuleysi eykst verulega á útmánuðum.

Á Hörpu verða á milli 30- og 40 þúsund manns án atvinnu.

Kjör þeirra sem halda vinnu sinni munu versna verulega.

Strax í byrjun Þorra ná nauðungarsölur sögulegu hámarki.

Fjöldi fjölskyldufeðra- og mæðra munu standa á götunni með fjölskyldur sínar.

Þetta mun fara mjög illa með fjölskyldur landsins, einkum börn og þá sem eru ekki sterkir fyrir.

Geðheilsa þegnanna mun versna til muna, en sífellt erfiðara verður fyrir þetta fólk að fá aðstoð sálfræðinga og annara sérfræðinga.

Drykkjuskapur og eiturlyfjanotkun eykst, með tilheyrandi harmleikjum.

Drykkjufólki og lyfjasjúklingum og útigngsfólki verður í stórauknum mæli vísað frá sjúkrahúsum og meðferðarheimilum.

Sjálsvígum fjölgar.

Tannhirða fólks versnar, með neikvæðum hliðarverkunum á fjölmörgum sviðum. Heilsufari þjóðarinnar hrakar ótrúlega.

Glæpum fjölgar.

Spilling verður áfram gríðarleg í bankakerfinu.

Alþingi mun ekki ná að friða þjóðina, eða ná neinum sáttum við hina vinnandi stétt.

U.þ.b. 10 - 15.000 manns munu yfirgefa landið á árinu.

Hver mun hugsa um sig, vegna skorts á trausti. Einkum milli þings og þjóðar.

------------------------------------

Meira síðar.

Valdemar Ásgeirsson.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einhver kynni að segja þetta hrakspá. ég segi þetta vera raunæi.

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband