31.12.2008 | 08:15
Ofmenntun - Ofmetnun.
Auðkúlu á gamlársdg 2008.
Nú berast fréttir af því að aðsókn í Háskóla landsins slái öll fyrri met. Það þýðir að að fáum árum liðnum mun útskrifast fjöldi fólks með allskyns fínar gráður.
Menntun "á æðra stigi" er forsenda þess að þjóðinni takist að vinna sig upp úr efnahagserfiðleikunum sem nú blasa við.
Þetta er setnig sem heyrist æ oftar.
Á Alþingi Íslendinga sitja í meirihluta hámenntaðar manneskjur. Stjórnmálafræðingar, hagfræðingar, lögfræðingar o.sv.frv.
Ég spyr: Hvernig hefur þessu fólki nú tekist til við að stjórna landinu ?
Svarið er: Herfilega.
Inni í bönkunum er sneysafullt af viðskiptafræðingum, hagfræðingum, rekstrarfræðingum, lögfræðingum o.sv.frv.
Samt fór sem fór.
Hvað hjálpaði / gagnaðist "hin æðri menntun" ? Kom menntunin yfirleitt að e-u gagni ?
Er ekki þjóðin bara um of menntuð, eða kolrangt menntuð ?
Mér sýnist að margir þoli ekki langa skólagöngu eða ofmenntun. Fólk ofmetnast. Það sýnir sig vel á Alþingi. Þeir sem eru í forsvari koma fram með hroka, hreyta ónotum í fólk, kunna ekki að koma fram af einlægni, eru dónalegir og úrillir.
Ofmetnaðir.
Ég fullyrði: Hefðu bændur, sjómenn, iðnaðarmenn, fiskvinnslufólk og annað verkafólk setið á Alþingi Íslendinga á undanförnum árum, og haldið á stjórnartaumunum, hefði aldrei farið eins illa f. þjóðinni.
Nú er svo komið að segja má með nokkrum rökum að það sem við köllum "samfélag þjóðar", sé varla til lengur.
Þá á ég við það að þegar samfélagið hefur þróast út í það; að hver hugsar um sig, hver og einn er úti í sínu horni og lítur ekki til náungans eða nágrannans, samkennd og samhjálp er að mestu horfin, er tæplega lengur hægt að tala um almennilegt samfélag þjóðar.
Hver og einn hefur hugsað um að skara eld að sinni eigin köku, maka krókinn, í eigin þágu, fyrir sjálfan sig og engann nema sjálfan sig.
Virðing fyrir landi og þjóð hefur farið þverrandi. Menn hafa ruðst um landið, sprengt það og sökkt undir vatn, eins hafa menn ruðst hver yfir annan með þvílíkum hroka og yfirgangi að manni hefur ofboðið.
Auðmennirnir héldu að þeir gætu allt, og mættu allt, að þeim leyfðist hvað sem er. Siðferði er algerlega fokið út í veður og vind.
T.d: Hvernig getur verið vit í því, eða gaman af því f. viðkomandi að brjóta niður tillölulega nýleg íbúðarhús með beltagröfum, bara til þess að geta byggt á lóðinni ? Á sama tíma og náunginn er húsnæðislaus. Hvaða maður með viti brýtur niður hús í góðu lagi ? Hvernig maður er það sem hendir húsi í ruslið ?
Og hvernig eru viðkomandi bygginganefndir saman settar ? Hví gefa þær leyfi f. þessháttar framkvæmdum ?
Hver hefur gaman af því að aka um götur á 15-25 milljón króna bíl ? Til hvers ?
Tæpast menntaður, upplýstur maður ?
Í öllum bænum, hægjum á menntunni, og ofmetnaðinum sem fylgir oft, eða tökum a.m.k. upp annars konar menntun / fræðslu.
Tökum upp kennslu í HÓLSFJALLA-HEIMSSPEKI í háskólum landsins.
Gerum það strax í byrjun ársins 2009.
Valdemar Ásgeirsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.