Hver beitti ofbeldi ? Hví egna stjórnvöld þjóðina ?

Auðkúlu 8 jan. 2009.

Mikið er rætt um mótmælin sem farið hafa fram á götum R-víkurborgar og víðar, að undanförnu.

Margir láta sem þeir séu hneykslaðir. Einn þeirra er Össur Skarphéðinsson, og hefur hann lýst hneykslan sinni á vefsíðu sinni. Einkum fer fyrir brjóstið á Össuri (þeim sérlega grandvara og orðprúða manni) hið hræðilega orðbragð sem fólk er tekið upp á nota.

Ari Edvald og Sigmundur Ernir eru alveg bit. Einnig Geir Haarde.

Fólk hefur farið gjörsamlega yfir strikið, að dómi fyrrnefndra heiðursmanna.

Geir Haarde talar um að á gamlársdag hafi orðið eignatjón. Hugsa sér.

Hefur almenningur nokkuð orðið f. eignatjóni ? Er ekki réttara að spyrja : Hvað er eignatjón almennings / alþýðunnar stórkostlegt ? Hverjir eru þeir sem hafa valdið hverjum tjóni ? Og; hvað á tjón fólks eftir að verða mikið ?

Fjárhagslegt tjón, andlegt tjón og félagslegt.

Hvernig getur stjórnmála-fólk þótst vera hissa ?

Geir talar niður til fólks, það gerir Ingibjörg Sórún líka. Björgvin Sigurðars. viðskiptaráðherra hefur sýnt fólki fullkomna lítilsvirðingu. Laglega bætti heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór í pakkann í gær. Áfram mætti telja.

Nú síðast kunngerir háttvirtur forstjóri Fjármálaeftirlitsins að allt sem lofað hafði verið, varðandi gegnsæi og upplýsingstreymi verði svikið, allt verður áfram falið bakvið tjöldin.

Stjórnvöld og embættismenn gera í því að egna þjóðina upp á móti sér, og hverjum gegn öðrum.

Dómgreindarleysið er algert.

Ef formenn þingflokkanna og stjórnendur Stöðvar 2, væru í sæmilegum tengslum við almenning í landinu og bæru pínulítið skynbragð á það hvað bærist í sál þjóðarinnar, hefðu þeir í fyrsta lagi alls ekki haldið Kryddsíldar-þátt / boð á Hótel Borg, s.l. gamlársdag.

Að láta sér detta til hugar, eins og ástandið er í samfélaginu, að fara að halda kampavíns- bjór og brennivíns-partý fyrir flokksformenn, í beinni útsendingu á Austurvelli, er einfaldlega galin hugmynd.

Fullkomið dómgreindarleysi.

Ríkisstjórn, Seðlabankastjórn og stjórn Fjármálaeftirlitsins eiga að standa upp nú þegar og biðja Íslendinga um fyrirgefningu.

Líka eigendur fjölmiðlanna, sem greinilega eru ritskoðaðir sem aldrei fyrr.

Hið sama á Forseti Íslands að gera, hann verður líka að gera hreint fyrir Bessastaðadyrum.

Hinsvegar tel ég algerlega óvíst að þjóðin geti fyrirgefið. Held ég þó að mér sé óhætt að segja að mér finnst fyrirgefningin mikilvæg.

Sumt er bara erfitt að fyrirgefa, jafnvel ómögulegt.

Valdhafarnir + auðmenn landsins hafa rústað landinu, hvolft við tilveru fólks. Fólk veit ekkert hvert stefnir.

Held ég bílnum, held ég íbúðinni, tekst mér að halda fyrirtækinu ? Vinnunni, verður til f. rafmagnsreikningnum, verður til f. mat í krakkana........o.sv.frv...????

Þetta eru spurningar sem naga fólk, mæður og feður, líka börn, þessi misserin.

Valdemar Ásgeirsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband