Til hvers að borga bönkunum meira ? HÆTTUM AÐ BORGA.

Til hvers að borga bönkunum meira ?

Þetta kann að virka einkennileg spurning. En; ef fólk getur ekki lengur staðið undir afborguum af lánunum sínum, og sér ekki fram á að það verði á næstu misserum, af hverju þá að halda áfram að borga ?

Fólk er hvort eð er að missa allar sínar eigur.

Fjöldinn allur af fólki sér nú fram á að geta ekki staðið í skilum við lánadrottna sína.

Fólki er gert að greiða tvöfalda þá upphæð sem samið var um við undirritun lána þess.

Nokkur dæmi :

1. Maður einn keypti bíl á 2,8 milljónir í nóvember 2005. Samið var um greiðslu pr. mán. kr. 48.000.-Greitt var af láninu þangað til í nóv. 2008. Þá var greiðsla pr. mán. orðin 105.000.- Lánið stendur í 2,2 millj. í dag, bíllinn er metinn á 0,9 milljónir.

2. 18 ára piltur keypti bíl á 3,2 millj. 2006. Greiddi út kr. 700.000.- kr. Mánaðarl. afb. er nú 100.000.- kr. pr. mán. og skuldin á bílnum 4,2 millj. Bíllinn er metinn á 1,5 millj. Enginn vill hinsvegar kaupa bílinn á 1,5 millj. króna.

3. Kona ein keypti hús á 22 millj. árið 2006. Tók lán; kr. 7 millj, greiddi 15 millj. með pen. Umsamin afb. pr. mán. var 50 þús, er núna 110 þús. Lánið stendur í 15,5 milljónum og vonlaust að selja húsið.

Laun konunnar eru 140 þús pr. mán.

Hvað mælir með því að þetta fólk borgi meira til lánadrottna sinna ?

Hér kemur brot úr grein eftir Ólaf H. Sigurðsson, bæjarstjóra á Seyðisfirði.

(Fréttablaðið)

Hann hvetur fólk til þess að hætta að borga, og færir f. því rök.

Ólafur segir :

„Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn,"

Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp.

„Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu.

Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni.

„Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn."

Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin.

„Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú.

--------------------------------------

Þetta segir Ólafur.

Sjálfur þekki ég vel aðstæður þeirra sem voru að basla við að koma sér upp þaki yfir höfuðið á árunum uppúr 1980.

Fólk vann og vann, borgaði og borgaði en skuldir hækkuðu og hækkuðu. Verðbólga náði 120% á tímabili.

Í byrjun 20. áratugarins voru enn miklir erfiðleikar í peningamálum þjóðarinnar og nú skellur enn ein holskefla á fólki.

Stjórnvöld og lánastofnanir koma ekki með neinar lausnir f. fólk, og ætla sér ekki að gera það.

Eina leiðin til þess að knýja fram lausnir er : HÆTTUM AÐ BORGA.

Hætti fólk að borga af bíla- húsnæðis- og öðrum lánum, þúsundum saman munu stjórnvöld og lánastofnanir neyðast til þess að gera e-ð í málunum, en ekki fyrr.

HÆTTUM AÐ BORGA.

Valdemar Ásgeirsson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já fólk ætti að hætta að borga.  Það er verið að fella niður milljarða skuldir á fjármálabraskarana sem komu þjóðinni í þennan hrylling. 

Ég keypti sjálf íbúð í síðustu verðbólguspengju um 1980 og þegar ég seldi hana aftur átti ég ekkert í henni, þótt ég hafi lagt mikið af peningum í hana úr eigin vasa og með mikilli vinnu.  Síðan hef ég ekki keypt íbúð og ætla ekki að gera  það.   

Mæli með því semsagt að fólk hætti að borga.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.1.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband