Ætlar Framsókn að svíkja alþýðuna og ganga til liðs við Finn og co. ??

Ekki þori ég að þvertaka f. það.

Eftirfarandi fer um byggðina eins og eldur í sinu. 

Heimildamaður minn úr herbúðum Framsóknar heldur því fram að í gærkvöld hafi stjórnarmyndunarferlið tekið nýja stefnu þegar áhrifamenn úr gömlu framsókn, aðallega Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson og einhver þriðji maður hafi talið Sigmund Gunnlaugsson á það að tefja stjórnarmyndun meðan rætt verði við Bjarna Benediktsson og Davíðsarm íhaldsins um að Framsókn, og hugsanlega frjálslyndir, veiti hlutleysi minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks undir forystu Bjarna. Látið verði springa á efnahagstillögum. Allt verður gert af hálfu Davíðs-armsins til þess að hindra að Þorgerður Katrín verði formaður, jafnvel Geir vitnaði til hennar á fundi sjálfstæðismanna í dag þar sem hann sakaði Samfylkinguna og "nokkra aðra" um að nærast á hatri í garð Davíðs.

Sigmundur hefur ekkert bakland í Framsókn og þessir auðmenn geta tryggt honum það. Framsókn fengi þá góðan frest til að byggja sig upp, því þá yrði kosningum ekkert flýtt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara gott mál að Framsókn sýndi sitt sanna andlit strax. Fólk áttar sig ekki á því að þetta er ekki nýtt stjórnmálaafl heldur gamall fúinn flokkur sem á enga framtíð fyrir sér. Svo finnst mér furðulegt hvað þeim tekst að láta umræðuna snúast í kringum sig þetta er örsmár flokkur sem fær allt of mikla umræðu. Vonandi áttar fólk sig á þessu fyrir kosningar að með því að kjósa spillingarflokkana þá breytum við engu í þjóðfélaginu.

Ína (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Kristján Logason

Guð forði okkur frá frekari vandræðum í þessu þjóðfélagi frá Framsókn á kostnað skattborgarans. Alveg skal ég trúa því að ólafur og Finnur rói að því öllum árum að forða þessari stjórn frá því að verða mynduð. Þeir vita sem er að það verður tekið í hnakkadrambið á þeim ef það gerist og ýmiss skíturinn á þeirra vegum látinn fljóta upp á yfirborðið.

Kristján Logason, 30.1.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband