14.2.2009 | 21:49
Jón Baldvin Hannibalsson, nei takk.
Auðkúlu 14.02.2009.
Jón Baldvin hefur látið í veðri vaka um hríð að hann geti hugsað sér að snúa aftur í pólitíkina.
Er ástæðan sú að hann getur ekki þolað að nú situr aftur vinstri stjórn við völd, eftir 18 ára stjórn hægri aflana ?
Uppúr 1980 átti almenningur og heimili á Íslandi víð gríðarlegan vanda að etja. Verðbólga var gríðarleg, náði allt að 120 prósentustigum.
Þetta kom ofaná að verðtryggingu hafði verið dempt á að fullu, á einum degi, árið 1979.
Það var gert til þess að vernda fjármagnseigendur í landinu en var vanhugsuð aðgerð og flaustursleg, sem kom feiknarlega hart niður á skuldugum fyrirtækjum og heimilum. Þetta hefði þurft að gera í áföngum og huga betur að þeim sem voru skuldugir.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar, Framsókn - Kratar og Alþýðubandalag, (síðasta vinstri stjórnin) þurftu því að taka við mjög svo erfiðu búi af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem var að hrökklast frá vandanum, og við henni blöstu erfiðar ákvarðanir.
Almenningur / alþýða landsins var almennt nokkuð sátt við stjórn Steingríms, þrátt f. ýmisskonar klaufaleg ummæli Steingríms, sem fleyg urðu og verða lengi í minnum höfð.
Allir muna að það var Jón Baldvin Hannibalss. sem sleit vinstri-stjórnar-samstarfinu í beinni útsendingu, að mig minnir strax á kosningnótt.
Vinstri stjórnin hafði haldið, en Jón Baldvin kaus að gera sér dælt við Davíð Oddson, sem þá var nýlegur í lands-pólitíkinni, og mynduðu þeir Viðeyjarstjórnina frægu. Illu heilli.
Alþýðuflokkurinn fékk eitt kjörtímabil með Íhaldinu, þá sveik Davíð.
Eftir síðustu kosningar hefði verið hægt að mynda vinstri stjórn en Ingibjörg Sólrún kaus að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki, þrátt f. að hafa smalað sínum atkvæðum, hjá alþýðufólkinu, með loforðum um vinstri stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var höfuðandstæðingur Samfylkingar, sagði ISG.
Nú dettur Jóni Bald. í hug að endurtaka leikinn, varpa formanni Krataflokksins úr stóli og mynda sjálfur stjórn með Íhaldinu. Hægri-hægri-stjórn.
ATH. Það var Jón Baldvin sem varð örlagavaldur þjóðarinnar, strax við myndun Viðeyjarstjórnarinnar, þá var farið inná braut nýfrjálshyggjunnar, sem leitt hefur okkur íslendinga þangað sem við erum stödd núna.
Jón var heldur ekki neinn hvítþveginn engill, öðru nær. Frægar eru einka-vina-ráðningar Jóns, skinkusmygl, brennivínskaup í veislur frúr sinnar, rándýrar veislur o.sv.frv......
Jón Baldvin Hannibalsson, nei takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.