10.3.2009 | 20:55
Frábært, tökum Færeyingum fagnandi.
Auðkúlu 10.03.2009.
Þetta er gaman að heyra. Tími til kominn að fá samkeppni á tryggingamarkaðinn. Ekki spillir að hún komi frá frændum okkar og vinum í Færeyjum.
Líka gaman að við skulum vera komin með norskan seðlabankastjóra og nú hugsanlega norska/franska konu, til þess að leiða rannsókn á fjármálahruninu.
Íslendingar eru, eða voru a.m.k., dugnaðarfólk en kunna ekki almennilega fótum sínum forráð.
Því eigum við að fagna utanaðkomandi aðstoð.
Öll menntunin sem við höfum kostað til, virðist ekki hafa komið okkur að því gagni sem til var ætlast. Svo eru íslendingar hættir að nenna/vilja vinna með höndunum, margir hverjir eða jafnvel flestir. Sorglegt en staðreynd.
Að sjálfsögðu eigum við að nota tækifærið og stofna til enn frekara (víðtæks) samstarfs og samvinnu við nágranna okkar; Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga. Og fleiri þjóðir á norður-slóðum. þjóðir sem við eigum samleið með, eigum svipaða menningu, svipað atvinnulíf, veðurfar o.sv.frv.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
Vilja kaupa tryggingafélag hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi eru Færeysk tryggingalög ö´rðuvísi en Íslensk eiginhagsmunaseggjalög.
Offari, 10.3.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.