15.3.2009 | 10:06
Takk Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri 66°N.
Auðkúlu 15. mars 2009.
Að sjálfsögðu hefur allt of mikið verið gert úr andúð útlendinga í garð okkar Íslendinga.
Flott að þetta komi fram hjá Halldóri.
Tek undir með honum, nýtum kynninguna til þess að fjölga ferðamönnum.
Valdemar Ásgeirsson....
Fékk það ekki óþvegið í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
? ? ? ? Nei auðvitað fékk hann það ekki óþvegið ,maðurinn var í tandurhreinum 66 n fötum og gisti eflaust á þrifalegasta hótelinu þarna,og var í bisness ferð.Sennilega hefur hann talað um allt annað en Ísland.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:29
Gaman að lesa LOKSINS eitthvað jákvætt!!!
Ég tek undir með Halldóri, fréttafluttningur hér heima er mjög einhliða og einslitur. Ég hef verið mikið í London og upplifi ekki mikla andúð í okkar garð meðal almennings, því fólk ytra gerir sér grein fyrir að hér er um alheims vandamál að ræða. En eins og Halldór segir, þá er fólk mjög forvitið um okkar hagi og við eigum að sjálfsögðu að nýta okkur það! Ég bjó 6 ár í Noregi á þeim tíma þegar Smugu-deilan var sem hæst, ég verða að segja að ég upplifði aldrei þá óvild eða andúð í okkar garð eins og maður las um í fjölmiðlum á þeima tíma. Það virðist alltaf vera eins og fjölmiðlar lifi í eigin heimi neikvæðninar á meðan hinn almenni borgari reynir að sjá lífið björtum augum, en það eru þó alltaf svartir sauðir innanum sem sá neikvæðni og efa í kringum sig með illa upplýstri umræðu.
Tómas Bolli Hafþórsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:35
Valdemar auðvita átti hann að mætta í fjósagalla og bera sig illa.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:37
Heyrði því fleygt að 66n fatnaðurinn væri mestmegnis framleiddur í Lettlandi.Líkt og ´´íslenskt meðlæti,,grænmetið það kemur frá Hollandi og er umpakkað hér sem Íslenskt.Ég segi nú bara , Íslandi ALLT.
Númi (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:06
Hann hefur bæði rétt og rangt fyrir sér að mínu mati. Sjálfur bý ég erlendis og hef fundið fyrir hvort tveggja. Í byrjun var litið á Íslendinga sem þvílíka bjána og alls ekki treystandi í viðskiptum, en eftir því sem kreppan hefur harðnað í öðrum löndum, eru allir farnir að sjá að þeirra eigið land (þ.e. stjórnendur) höguðu sér jafn ótrúlega og þeir Íslensku. Þá kemur upp meiri skilningur á stöðu Íslendinga.
Þar sem hann upplifði þetta í síðustu viku, verð ég að vera sammála honum.
Valgeir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.