Vond húsráð Tryggva.

Merkilegt hvað mikið geðvonskuyfirbragð setst á, að því er virðist, alla sem setjast í stóla fjármála- og forsætisráðherra.

Vond ráð segja þau. Ekki gott að allir fái niðurfellingu. Þau segja líka að það sé of mikil vinna að finna út, hverjir séu hjálpar þurfi.

Ég segi bara eins og Tryggvi Þór Herb. og Sigmundur Davíð; komi þau þá með eitthvað annað bitastæðara.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta væri gott og gilt hjá þessum manni ef búið væri að gera gömlu bankana gjaldþrota og gera upp þau þrotabú. Það er hinsvegar ekki búið og þótt að nýju bankarnir hafi tekið til sín lán á afslætti þá á eftir að greiða fyrir þann afslátt. Raunverulegir kröfuhafar í bankanna eru af þrennum toga; innistæðueigendur, hlutafjárhafar og svo lánadrottnar. Þetta er svo nýtt til þess að fjárfesta frekar hvort heldur sem það er í fasteignum fyrirtækjum eða til útlána aftur. Reyndar var þetta nýtt í gömlu bönkunum (svo og mörgum öðrum fyrirtækjum) til greiðslu hárra launa og fríðinda.

Mikið af lánadrottnum gömlu bankanna eru erlendir aðilar, þetta eru aðilar sem eiga kröfu á þessa banka, kröfu sem þeir geta ekki sótt fyrr en búið er að gera viðkomandi banka gjaldþrota. Nýju bankarnir virðast þó hafa tekið allar eignir úr gömlu bönkunum á slikk. Gömlu bankarnir strípaðir af eignum. Skuldirnar þarf þó að greiða. Ég tel að verði þessi niðurstaða raunin fari lánadrottnar í mál á alþjóðarvettvangi og vinni slíkt mál.

Alveg sama hvernig litið er á það þá verðum við að borga þetta. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir því þeim mun betra. Tryggvi Þór ætti að skammast sín fyrir að nýta sér skilningsleysi almennings til framdráttar í kosningabaráttunni. Mun frekar ætti hann að sjá sóma sinn í því, sem einn þeirra sem stóðu í eldlínu uppgangs og spillingar valdatíðar hægrimanna, að sætta menn ábyrgð vegna þess sem þeir hafa kallað yfir þjóðina. Réttast væri að eldri borgarar þessa lands flengdu þessa aðila opinberlega þar sem allt þeirra strit hefur verið að engu gert og meiri kvaðir á þá lagt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi Þór ber rökleysu á borð fyrir almenning og sjálfsagt ekki það síðasta. Eflaust á það enn eftir að aukast hjá honum nú þegar hann vill fá að stýra þessu landi líkt og hann kom að hruni þess. Maðurinn ætti að skammast sín sem menntaður í þessum efnum að bera þessa hluti á borð fyrir þá sem það ekki skilja að fullu. Hann reynir endalaust að setja inn flókin tæknileg hugtök sem hann jafnvel semur sjálfur á staðnum í von um að ekki nokkur maður sjái í gegnum vittleysuna sem hann reynir að bera á borð.

Að minnsta kosti vona ég það Tryggva vegna að hann sé engöngu sekur um villandi upplýsingagjöf til almennings en ekki fádæma heimsku!

Nína (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband