Jóhanna forsætisráðherra og Gylfi viðsk.ráðh. hafa í hótunum við fólk......

Auðkúlu 3.maí 2009.

 Það er orðið nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast.

Þá óskaði ég Jóhönnu og öðrum á Alþingi til hamingju með greiðsluaðlögunarfrumvarpið.

Nú eru liðnar rúml. fjórar vikur síðan það var samþ. á þinginu, en enn vantar reglugerð svo fólk geti nýtt sér þetta neyðarúrræði.

Varðandi umr. "greiðsluverkfall"; þá svara Jóhanna og Gylfi með hroka og hafa hreinlega í hótunum.

Fjandinn hafi það, maður er endanlega að missa trúna á íslenska stjónmálamenn.

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Að fólk glati rétti sínum á aðstoð ef það borgar ekki sagði Jóhanna.

Hvað með allt það fólk sem hreinlega getur ekki greitt.

Hrokinn verður ekki af Jóhönnu og Gylfa tekinn.  Ég held að þau séu fyrst og fremst að fara á taugum vegna þess að þau ráða greinilega ekki við starfið.

Páll A. Þorgeirsson, 3.5.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Hlédís

Eru VG líka svona lélegir í reikningi?

 

Hlédís, 3.5.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég tek undir allt sem þú segir Kúlubóndi. Svo virtist sem Gylfi hefði verið n.k. Búsáhaldahagfræðingur. Nú er öldin önnur. Menn eru fljótir að hrokast upp þegar til valda er komið.

Bestu kveðjur heim.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Hlédís

Ansi kúventi maðurinn samt hratt!

Hlédís, 6.5.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband