Færsluflokkur: Bloggar

Dagskrá Alþingis í dag, 18 mars 2009. Rolur á Alþingi ?

Auðkúlu 18. mars 2009.

Hér kemur dagskrá þingsins í dag:

Sjáið þið e-ð þarna sem ekki gat beðið til næsta þings.

Hví eru þingmennn ekki að ræða lausnir til bjargar heimilum og fjölskyldum ? Mér finnst allt annað eiga að bíða. Er ég kannske bara ruglaður ?

Reyndar voru víst e-ð fáir mættir í dag.

Dagskráin:

Dagskrá þingsins

 108. þingfundur 18.03.2009 hófst kl. 13:32
Fyrirspurnir
1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Meðferð fyrirtækja á vegum ríkisbankanna til fjármálaráðherra 333. mál, fyrirspurn EyH.
3. Ferðaþjónusta á Melrakkasléttu til iðnaðarráðherra 378. mál, fyrirspurn ArnbS.
4. Skýrsla um afhendingaröryggi orku á Vestfjörðum til iðnaðarráðherra 399. mál, fyrirspurn EKG.
5. Stuðningur við íslenskan landbúnað til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 379. mál, fyrirspurn ArnbS.
6. Efling kræklingaræktar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 380. mál, fyrirspurn ArnbS.
7. Framkvæmd samgönguáætlunar til samgönguráðherra 382. mál, fyrirspurn ArnbS.
8. Samningur um siglingar yfir Breiðafjörð til samgönguráðherra 387. mál, fyrirspurn HerdÞ.
9. Skimun fyrir krabbameini til heilbrigðisráðherra 396. mál, fyrirspurn ÁI.
10. Nýtt háskólasjúkrahús til heilbrigðisráðherra 354. mál, fyrirspurn GÞÞ.
11.

Könnun á greiðsluaðlögun fasteignaveðlána til viðskiptaráðherra 400. mál, fyrirspurn GÞÞ.

Hér koma svo lögin sem hafa verið samþykkt á þinginu í mars :

Er þarna e-ð sem skiptir sköpum f. fólkið í landinu ?

Lögin :

 

Nýsamþykkt lög

 
18.03.2009 tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur / Mál nr. 365
greiðsludreifing aðflutningsgjalda
18.03.2009 kosningar til Alþingis / Mál nr. 405
frestir, mörk kjördæma o.fl.
17.03.2009 opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og verðbréfaviðskipti / Mál nr. 358
gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins
17.03.2009 virðisaukaskattur / Mál nr. 403
samræming málsliða
17.03.2009 iðnaðarmálagjald / Mál nr. 357
17.03.2009 verðbréfaviðskipti / Mál nr. 53
yfirtökureglur
16.03.2009 sala fasteigna, fyrirtækja og skipa / Mál nr. 371
frestun innheimtu eftirlitsgjalds
10.03.2009 skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl. 13/2009 Mál nr. 321
útgreiðsla séreignarsparnaðar
06.03.2009 virðisaukaskattur 10/2009 Mál nr. 289
hækkuð endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað
05.03.2009 loftferðir 15/2009 Mál nr. 196
flugvernd, gjaldtaka, EES-reglur o.fl.

 

Góðir landsmenn, eigið góðar stundir.

Valdemar Ásg.


Ó, þetta er svo dásamlegt. Hugsanaleti.

Það er svo dásamlegt hvað Íslensk þjóð viðist vera að taka við sér, varðandi ýmisskonar atvinnustarfsemi, og þá einkum allskonar framleiðslu.

Árum saman hafa ýmsir framsýnir menn, staðið f. allskonar nýstárlegri atvinnuþróun- og tilraunum, en lítinn hljómgrunn fengið hjá sveitar- og ríkisstjórnum landsins.

Nú þegar allt er farið fjandans til í fjármálakerfi Íslendinga, opna menn fyrst augun f. þörfinni á að framleiða vörur til að koma í verð.

Hvað var þetta, ?? "HUGSANA-LETI" ???

 


mbl.is Kræklingarækt verði efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi pistill er þess virði að lesa hann.

Greinilegt að fólki er orðið heitt í hamsi.

Samf. og VG eru við það að missa traust kjósenda. Það væri skelfilegt, ef enn einu sinni tækist vinstri flokkunum að klúðra sínum málum.

Eins og vinnubrögðin eru núna; eru Samf.+VG á fullu að hjálpa íhaldinu í stólana að nýju.

Skoðið blog Hrannars Baldurssonar, það er þess virði að lesa það: http://don.blog.is/blog/don/entry/830379/


Vond húsráð Tryggva.

Merkilegt hvað mikið geðvonskuyfirbragð setst á, að því er virðist, alla sem setjast í stóla fjármála- og forsætisráðherra.

Vond ráð segja þau. Ekki gott að allir fái niðurfellingu. Þau segja líka að það sé of mikil vinna að finna út, hverjir séu hjálpar þurfi.

Ég segi bara eins og Tryggvi Þór Herb. og Sigmundur Davíð; komi þau þá með eitthvað annað bitastæðara.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumlegt......

Eitt það aumlegasta sem maður hefur heyrt lengi.

Ekkert kjöt á beinunum.

Alþýðan bíður, löngu komin á hausinn.


mbl.is Þjóðarbúið mun ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er reitt, ekki að undra.

Ekki þarf að fjölyrða um þau gríðarlegu vandræði sem fjölskyldur og fyrirtæki í landinu þurfa að glíma við um þessar mundir.

Ekkert er að gerast á Alþingi sem heitið getur, til hjálpar.

T.d. er frumvarp um greiðsluaðlögun enn stopp í nefnd.

Hér kemur listi yfir lög samþ. á Alþingi í marsmánuði:

Sjáið þið e-ð í þeim sem hjálpar fyrirtækjum og heimilum ?

:

16.03.2009 sala fasteigna, fyrirtækja og skipa / Mál nr. 371
frestun innheimtu eftirlitsgjalds
10.03.2009 skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl. 13/2009 Mál nr. 321
útgreiðsla séreignarsparnaðar
06.03.2009 virðisaukaskattur 10/2009 Mál nr. 289
hækkuð endurgreiðsla vegna vinnu á byggingarstað
05.03.2009 loftferðir / Mál nr. 196
flugvernd, gjaldtaka, EES-reglur o.fl.
05.03.2009 eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara 12/2009 Mál nr. 313
afnám laganna
05.03.2009 stjórn fiskveiða 11/2009 Mál nr. 207
gildistími ákvæða um áframeldi og krókaaflahlutdeild
03.03.2009 leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis 8/2009 Mál nr. 317
umsagnarréttur sveitarfélaga
03.03.2009 kosningar til Alþingis 7/2009 Mál nr. 328
viðmiðunardagur umsóknar um kosningarrétt
02.03.2009 tekjustofnar sveitarfélaga og gatnagerðargjald 6/2009 Mál nr. 185
lögveðsréttur fasteignaskatts og endurgreiðsla gatnagerðargjalds
02.03.2009 uppbygging og rekstur fráveitna 9/2009 Mál nr. 187
heildarlög
Lög samþykkt á yfirstandandi þingi
 


Takk Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri 66°N.

Auðkúlu 15. mars 2009.

Að sjálfsögðu hefur allt of mikið verið gert úr andúð útlendinga í garð okkar Íslendinga.

Flott að þetta komi fram hjá Halldóri.

Tek undir með honum, nýtum kynninguna til þess að fjölga ferðamönnum.  Smile

Valdemar Ásgeirsson....


mbl.is Fékk það ekki óþvegið í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnabætur, eiga þær að greiðast mánaðarlega ? Veit einhver ?

Auðkúlu 13. mars.

Voru stjórnvöld ekki að tala um að greiða barnabætur út um hver mánaðarmót ?

Misminnir mig ? Vill einhver gefa mér svar ?

Ég sendi fyrirspurn á RSK, hér kemur fyrirspurnin :

Fyrirspurn
Nafn: Valdemar Ásgeirsson
Sími: 868-7951
Efni: Góðan dag.
Hvernig er greiðslum á barnabótum háttað um þessarr mundir ?
Stóð ekki til að greiða þær mánaðarlega framvegis ?
Virðingarfyllst, Valdemar Ásgeirsson.

-----------------------------------------------------

Hér kemur svarið :

Sæll,
Barnabætur eru greiddar skv. gamla kerfinu,

ekkert hefur heyrst um að bærnabætur verði greiddar út mán.lega,
að svo stöddu.
kveðja, Oddrún.


"Valdemar Ásgeirsson" <velar@emax.is>

12.03.2009 16:27

To
postur@fjs.is
cc
 
Subject

Fyrirspurn af vef

 

 


Þegar öllu er á botninn hvolft er: Það sem vantar; traust efnahagsstjórn (og fyndið fólk)

Auðkúlu 13.mars 2009.

"Þegar öllu er á botninn hvolft."
Þetta var auglýsing frá Sjálfstæðisflokki f. síðustu kosningar.
Hafið þið heyrt prófkjörsauglýsingarnar núna, t.d. frá Pétri Blöndal ?
Þær eru í sama dúr.   ;-)
Hvort á að hlægja eða gráta  ?
Valdemar.
Sjálfstæðismenn með húmor. Ég get ekki hætt að hlægja.

geir-og-katrin


Átti ekki að greiða barnabætur mánaðarlega ? Misskildi ég eitthvað ?

Halló, allir eigendur barna.  Smile

Hvernig var það, átti ekki að hjálpa heimilum með því að greiða barnabætur um hver mánaðarmót ?

Var það ekki eitt af því sem Ríkisstjórn Geirs Haarde kynnti sem bjargráð í kjölfar bankahunsins ?

Eða misminnir mig ?  Errm

Vill einhver svara mér ?

Valdemar Ásgeirsson, bóndi á Auðkúlu.   LÍF OG LAND.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband