Færsluflokkur: Bloggar

Jól fyrr og nú, íslenska konan.

17.12.2011
Íslenska konan. - Jól fyrr og nú.
Auðkúlu 17.12.2011.

Kona ein, hér í héraði, sagði mér í vikunni sögu frá bernskuheimili eiginmanns síns.
Sögu frá þeim tíma þegar maðurinn hennar var að alast upp ásamt systkinum sínum á sveitabæ hér frammi í Húnvetnskum dal,uppúr 1950.
Systkinin eru að mig minnir sjö eða níu, skiptir ekki öllu máli.

Þegar Margrét, húsmóðirin, móðir barnanna, var að að undirbúa jólin, vann hún oft langt fram á nætur. Mestur friður var eftir að börnin voru sofnuð.
Einn sonurinn vaknaði þó ævinlega þegar leið á kvöldið og fór fram-úr og hjálpaði mömmu sinni í eldhúsinu, við bakstur, matargerð, þrif og annað.
Falleg saga.
-----------------------------------------------------------------------------------------
Þessi saga rifjaði upp, uppvaxtarár mín í Sunnlenskri sveit, Landsveitinni, og jólaundirbúninginn heima.

Ófáar nætur stóð hún mamma mín við bakstur og matargerð, þrif, jafnvel málningarvinnu, veggfóðrun og skreytingar á heimilinu.
Hún bakaði margar gerðir af smákökum; piparkökur, tvöfaldar smákökur, (mömmukökur) smurðar saman með smjörkremi, í mörgum litum, vanilluhringi, loftkökur, hálfmána og margt fleira.
Svo voru tertur; lagtertur, brúnar og hvítar, auk stórra tertna s.s. marengs og rjómatertna.
Mamma kastaði ekki til höndunum, bakkelsið var einfaldlega fyrsta flokks.
Á aðfangadagskvöld var svo lambalæri með öllu tilheyrandi og heimagerður rjómaís (frystur í sérstöku formi í salti og snjó, því enginn var frystirinn) eða heimatilbúinn vanilluhringur með bláberjum.
Á jóladag heimareykt hangikjöt, heimabakaðar flatkökur af bestu gerð o.m.fl.

Mamma sá til þess að allir krakkarnir ættu hrein og straujuð falleg spariföt, sem við prýddumst um jólin.
Mikið af fatnaði okkar var saumaður heima og svo haganlega gerður að talað var um, hvað við krakkarnir í Holtsmúla værum ævinlega fínt til höfð og hrein.

Allt þetta gerði hún mamma, og við miklu lakari aðstæður en flestir búa við í dag.
Þegar árin hennar mömmu urðu fleiri, tóku systur mínar náttúrulega nokkurn þátt í undirbúningi og léttu undir með mömmu.
Geta má nærri um hvað þetta allt hefur verið mikil vinna.

Þetta var fórnfúst starf Íslenskrar móður.

Nú er elsku mamma orðin 80 ára gömul og enn er hún að láta gott af sér leiða.

Pabbi hafði til allt kjöt, saltaði og reykti. Það var mikið búsældarlegt í reykkofanum hans pabba þegar kom fram á aðventu.
Eins var með það, pabbi vann kjötið af alúð og vandvirkni og útkoman varð eftir því.

Á Þorláksmessu fórum við krakkarnir gjarnan með pabba í gegningarnar, og þá var reynt að búa í haginn fyrir hátíðina, t.d. að leysa meira hey úr stabbanum, svo ekki þyrfti að eyða tíma í það yfir hátíðardagana.
Allar skepnur, kindur og kýr fengu svo betri töðuna á hátíðinni.

Jólahátíðin heima var alltaf einstaklega falleg, enda komu eldri systur mínar oftast heim til þess að vera yfir jólin, og löngu eftir að þær höfðu sjálfar hafið sambúð og eignast eigið heimili.
Mér sjálfum fannst alltaf að eitthvað yfirskilvitlegt svifi yfir bænum okkar, gott ef ekki sjálfur Guð og englarnir voru ekki sérstaklega nærri okkur á jólum.
Á þann veg voru tilfinningar ungs og draumlynds drengs.
Ég trúi að fórnfýsi foreldra minna í garð okkar krakkanna, hafi orðið okkur ómetanlegt veganesti sem gott er að búa að.

Minningin sannarlega yljar.

Ég er yngstur okkar systkynanna, á þrjár systur sú elsta er 11 árum eldri en ég.
Systur mínar leiddu mig og vernduðu, með þeim átti ég margar yndislegar stundir.
Ég er því alinn upp með konum, konum sem ávalt voru mér góðar og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp með.

Pabbi minn er dáinn, hann létst skyndilega á vordögum 1989.
Föðurafa mínum kynntist ég ekki, hann dó þegar ég var á fjórða ári.
Föðurömmu mína þekkti ég ekki mikið enda var hún orðinn legusjúklingur þegar ég fór að eignast einhverja glóru, hún lá á Hrafnistu.
Móðurafa minn þekkti ég ekki náið.
Móðurömmu mína þekkti ég vel og þáði hjá henni góð heilræði.

Ungur eignaðist ég svo yndislega konu, sannkallað tryggðatröll.
Hún hefur nú verið mér vinur og sálufélagi í rúm 25 ár, og staðið við hlið mér og stutt án skilyrða, í öllu okkar bjaki, öll þessi ár.

Það má því segja að konur hafi leikið stórt hlutverk í lífi mínu.
Óhætt er að segja að ekki hafa þær valdið mér vonbrigðum.

Ég sannarlega hef fengið að kynnast; "Íslensku konunni sem sem mig elskaði og helgaði sitt líf."

Ég birti hér texta Ómars Ragnarssonar, sem hann samdi við lag Billys Joels og Pálmi Gunnarsson söng svo fallega fyrir nokkrum árum:

Íslenska konan

Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf.

Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð.

Ó, hún var ambáttin hljóð
hún var ástkonan rjóð
hún var amma svo fróð.

Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.

Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á.

Ó, hún er brúður sem skín
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.

Ó, hún er ást, hrein og tær
Hún er alvaldi kær.
Eins og Guðsmóðir skær.

Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.

En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.

Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf.

Ómar Ragnarsson.

------------------------------------------

Valdemar Ásgeirsson.


Formaður samtaka verslunar og þjónustu bullar um ísl. landbúnað.

Formaður samt. versl. og þjónustu veit ekkert hvað hún talar um.

Hér er brot úr ræðu hennar, senm hún flutti á þingi samtakanna nýverið.

Gaman væri ef íslenskir bændur væru að framleiða þessi umr. 40% sem landbúnaðar afurðir vega í matarkörfunni.

Nei, því miður, framleiðum við ekki t.d. mjöl, sykur, hrísgrjón, tóbak o.sv.frv. Allt eru það þó landbúnaðarafurðir.

Voðalegt er að sjá þetta.

--------------------------------------------------------------------------------------

Ágætu gestir - með réttu er vandlega fylgst með þróun verðlags á Ísland – ekki síst matvæla en í matvælakörfunni vega landbúnaðarafurðir þungt eða rúm í 40% Ég get því ekki látið hjá líðast að ræða örlítið um nýafstaðið Búnaðarþing og ályktanir sem þaðan bárust. Í fyrsta lagi dreg ég í efa að forysta Bændasamtakanna endurrómi skoðanir allra bænda – enda vitum við í versluninni að margir bændur vilja breytingar og sjá margvísleg tækifæri m.a. með aðild að ESB. Núverandi kerfi landbúnaðarins er óheilbrigt - niðurnjörvað í ríkisrekið styrkjakerfi, tollvernd og innflutningskvóta. Enda hverju hefur þetta kerfið skilað okkur? Jú – við íslenskir skattgreiðendur búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi - og íslenskir neytendur búa við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi. Þá hefði maður haldið að þetta sama kerfi skilaði bændum einhverju í aðra hönd – fyrir því væri jú bændaforystan að berjast - en það er öðru nær. Bændur eru láglaunastétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu atvinnugreinum eru bornar saman. Forysta bænda vill engu að síður slá skjaldborg um kerfi – sem allir tapa á - skattgreiðendur, neytendur - en ekki síst bændur sjálfir. Þetta getur vart verið sú framtíð sem bændur sjá fyrir sér - sér og sínum til handa?

En á það skal lögð áhersla að íslensk verslun styður íslenskan landbúnað - en getur ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi – til þess er það einfaldlega of dýrt og of gallað. Vaxandi gagnrýni á núverandi landbúnaðarkerfi mun þó ekki síður koma frá íslenskum skattgreiðendum og íslenskum neytendum sem munu gera vaxandi kröfu um lægri skattbyrði og lægra matarverð. Íslenskir bændur og íslenskar landbúnaðarafurðir eru á mörgum sviðum í fremstu röð og munu um ókomna framtíð eiga samleið með íslenskum neytendum - enda vilja Íslendingar sjá öflugan íslenskan landbúnað. Hins vegar veltur björt framtíð bænda á að þeir – eins og allur annar atvinnurekstur, átti sig á hvar styrkleikar þeirra og veikleikar liggja og hvar framtíðarvaxtamöguleikarnir eru. Framtíð bænda felst ekki í óbreyttu kerfi og fáir sjá fæðuöryggi Íslendinga í núverandi kerfi. Fæðuöryggi Íslendinga er samofið fæðuöryggi annarra Evrópuþjóða.


Íslenska konan, Billy Joel, Pálmi og Ómar..

Íslenska konan

Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf.

Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð.

Ó, hún var ambáttin hljóð
hún var ástkonan rjóð
hún var amma svo fróð. 

Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.

Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á.

Ó, hún er brúður sem skín
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.

Ó, hún er ást, hrein og tær
Hún er alvaldi kær.
Eins og Guðsmóðir skær.

Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.

En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.

Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf.

Ómar Ragnarsson.


Hagfræði Háskólamanna - hollur er heimafenginn baggi.

Auðkúlu 11. mars 2011.

Orðið fæðuöryggi hefur verið nokkuð á vörum manna nú upp á síðkastið. Margir hafa það í flimtingum og gera grín að. Það gera þeir sem grunnhyggnir eru, eru aldir upp með silfurskeið í munni og aldrei hafa verið svangir, og hafa ekki lesið frásagnir frá fyrri hluta 20. aldar.

Það er fullkomnlega ástæðulaust að spauga með svo alvarleg málefni.. Það er nefnilega alls ekki víst, að ísl. þjóð komi til með að búa við fullkomið öryggi á því sviði um alla framtíð. Og ekki þarf að fara langt út fyrir landsteinana til að finna þjóðir sem búa við mikla óvissu varðandi fæðu / fæðuöflun sína. Við þurfum ekki að fara lengra en til mið-Evrópu til að sjá hinar ömurlegu, viðvarandi hörmungar.

Við þurfum heldur ekki að fara langt aftur í tímann, hér á Íslandi, til að rifja upp, fullkomið fæðu-óöryggi vorrar þjóðar. Hér var allt í ólestri í þeim efnum fram á miðja 20. öld, eða fram yfir seinna stríð.

Ég bendi á merka bók; "Baráttan um brauðið" eftir Tryggva Emilsson, og segir frá atvinnu- og matarleysi dugandi fólks í Eyja- og Skagafjörðum, og baráttu fólks fyrir lífinu á þeim slóðum.

Nú er hinsvegar nóg af matvælum í landinu. Ísl. landbúnaður annar nær því allri eftirspurn eftir kjöti, mjólk og mjólkurafurðum. Einnig kartöflum og grænmeti. Íslenskir fiskimenn draga að landi nær allan fisk sem þjóðin neytir.

Og; íslendingar búa vel hvað gæði framleiðslunnar snertir, bæði í innlendum landbúnaðarafurðum og sjávarafurðum.

Við höfum líka gnægð annara matvara, innfluttra, s.s. kornvara, olíu o.fl. Guðlaun f. það.

Nú gætum við aukið verulega framleiðslu á matarolíu og kornvörum, og eigum að gera það.

Gallinn er bara sá, að það er ekki hagkvæmt, segja hagfræðingarnir og fleiri reiknimeistarar. Skilar sumsé ekki arði. Þvílík endemis della.

Það mun sannast hið fornkveðna, að; "hollur er heimafenginn baggi."

------------

Hér kemur svo sagan af kartöflubændunum í Þykkvabæ og hagfræðingnum.

Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.

Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.

Karlarnir voru tregir í taumi, en létu þó til leiðast.

Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.

En hagfæðingurinn kættist.

Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.

Fullt að gerast.

Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.

Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.

           


Jóhanna forsætisráðherra og Gylfi viðsk.ráðh. hafa í hótunum við fólk......

Auðkúlu 3.maí 2009.

 Það er orðið nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast.

Þá óskaði ég Jóhönnu og öðrum á Alþingi til hamingju með greiðsluaðlögunarfrumvarpið.

Nú eru liðnar rúml. fjórar vikur síðan það var samþ. á þinginu, en enn vantar reglugerð svo fólk geti nýtt sér þetta neyðarúrræði.

Varðandi umr. "greiðsluverkfall"; þá svara Jóhanna og Gylfi með hroka og hafa hreinlega í hótunum.

Fjandinn hafi það, maður er endanlega að missa trúna á íslenska stjónmálamenn.

Valdemar Ásgeirsson.


Til hamingju Jóhanna og aðrir á Alþingi.........

Auðkúlu 30.03.2009

Já, þingheimi hefði verið nær að "drattast" til þess að fara í þetta mikilvæga réttlætismál, strax 1994.

Það er eins og menn berji sífellt höfðinu við steininn, allavega þurfti kreppu og yfirvofandi fjöldagjaldþrot, til þess að menn kæmust að niðurstöðu.

Aftur, til hamingju Jóhanna Sigurðard.

Kv. Valdemar Ásgeirsson - LÍF OG LAND......


mbl.is Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nauðsynlegt fyrir skuldara að vita. Nýsamþykkt lög frá Alþingi.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum.....



Lög


um breytingu á lögum um aðför, nr. 90/1989,
lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991,
lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991,
og lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.




I. KAFLI

Breyting á lögum um aðför, nr. 90/1989, með síðari breytingum.

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 8. gr. skal þargreindur aðfararfrestur frá gildistöku laga þessara til 1. janúar 2010 vera fjörutíu dagar í stað fimmtán daga.

II. KAFLI

Breyting á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, með síðari breytingum.
2. gr.
    Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Skal sýslumaður meðal annars leiðbeina gerðarþola sérstaklega um þann kost að ráðstafa megi eign með nauðungarsölu á almennum markaði.

3. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Frá gildistöku laga þessara ber sýslumanni að verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 31. október 2009 töku ákvörðunar um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði ef leitað er nauðungarsölu á grundvelli 6. gr. á fasteign þar sem gerðarþoli heldur heimili og hefur skráð lögheimili, enda sé um að ræða húsnæði sem ætlað er til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda. Hafi þegar verið ákveðin ráðstöfun slíkrar fasteignar til fullnustu kröfu skv. 6. gr. við byrjun uppboðs eða framhald þess eða á almennum markaði en uppboði hefur ekki verið lokið eða boð á almennum markaði samþykkt í eign skal sýslumaður verða við ósk gerðarþola um að fresta þeim aðgerðum fram yfir 31. október 2009.
    Verði nauðungarsölu frestað samkvæmt því sem segir í 1. mgr. skulu kröfur, aðrar en skattkröfur, sem trygging er fyrir í viðkomandi eign og tilheyra ríkinu eða stofnun eða fjármálafyrirtæki í eigu þess, aðeins bera þá vexti fram til 1. nóvember 2009 sem þær hefðu ella borið ef ekki hefði komið til vanskila á þeim.
    Tímabil sem nauðungarsölu er frestað skv. 1. mgr. skal undanskilið þeim fresti sem um ræðir í 2. mgr. 27. gr.

III. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með síðari breytingum.
4. gr.
    3. mgr. 70. gr. laganna orðast svo:
    Ef skuldarinn sækir þing skal héraðsdómari leiðbeina honum um þau úrræði sem kveðið er á um í 3. þætti. Ef skuldari og lánardrottinn sem krefst skipta á búi hans æskja þess má dómari verða við sameiginlegri beiðni þeirra um að fresta meðferð kröfunnar. Slíka fresti má ekki veita til lengri tíma en samtals eins mánaðar nema skuldari sé einstaklingur sem ekki stundar atvinnurekstur, en fresturinn má þá lengstur verða samtals þrír mánuðir.    

5. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 87. gr. getur skiptastjóri með samþykki veðhafa heimilað skuldara að búa áfram í húsnæði í eigu búsins í allt að tólf mánuði. Fyrir þau afnot skal hann greiða leigu sem nemur a.m.k. þeim kostnaði sem er af eigninni, en það sem umfram er gengur til greiðslu krafna sem tryggðar eru með veði í eigninni. Heimild þessi fellur niður 1. mars 2010, en ákvörðun sem skiptastjóri hefur tekið fyrir þann dag stendur til loka þess tíma sem ákveðinn var.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
6. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. laganna skulu dráttarvextir sem leggjast á skattkröfur nema fimmtán hundraðshlutum á ársgrundvelli, þó aldrei hærri en almennir dráttarvextir, frá og með 1. apríl til og með 31. desember 2009.

7. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.











Samþykkt á Alþingi 25. mars 2009.

Aðeins silast á Alþingi, vonandi veit þetta á gott........

Nýsamþ. lög.


Lög



um breytingu á lögum um aðför, nr. 90/1989,
lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991,
lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991,
og lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.





 

I. KAFLI


 

Breyting á lögum um aðför, nr. 90/1989, með síðari breytingum.

 

1. gr.


    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 8. gr. skal þargreindur aðfararfrestur frá gildistöku laga þessara til 1. janúar 2010 vera fjörutíu dagar í stað fimmtán daga.

II. KAFLI

 

Breyting á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, með síðari breytingum.
2. gr.

    Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Skal sýslumaður meðal annars leiðbeina gerðarþola sérstaklega um þann kost að ráðstafa megi eign með nauðungarsölu á almennum markaði.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Frá gildistöku laga þessara ber sýslumanni að verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 31. október 2009 töku ákvörðunar um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði ef leitað er nauðungarsölu á grundvelli 6. gr. á fasteign þar sem gerðarþoli heldur heimili og hefur skráð lögheimili, enda sé um að ræða húsnæði sem ætlað er til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda. Hafi þegar verið ákveðin ráðstöfun slíkrar fasteignar til fullnustu kröfu skv. 6. gr. við byrjun uppboðs eða framhald þess eða á almennum markaði en uppboði hefur ekki verið lokið eða boð á almennum markaði samþykkt í eign skal sýslumaður verða við ósk gerðarþola um að fresta þeim aðgerðum fram yfir 31. október 2009.
    Verði nauðungarsölu frestað samkvæmt því sem segir í 1. mgr. skulu kröfur, aðrar en skattkröfur, sem trygging er fyrir í viðkomandi eign og tilheyra ríkinu eða stofnun eða fjármálafyrirtæki í eigu þess, aðeins bera þá vexti fram til 1. nóvember 2009 sem þær hefðu ella borið ef ekki hefði komið til vanskila á þeim.
    Tímabil sem nauðungarsölu er frestað skv. 1. mgr. skal undanskilið þeim fresti sem um ræðir í 2. mgr. 27. gr.

III. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með síðari breytingum.
4. gr.

    3. mgr. 70. gr. laganna orðast svo:
    Ef skuldarinn sækir þing skal héraðsdómari leiðbeina honum um þau úrræði sem kveðið er á um í 3. þætti. Ef skuldari og lánardrottinn sem krefst skipta á búi hans æskja þess má dómari verða við sameiginlegri beiðni þeirra um að fresta meðferð kröfunnar. Slíka fresti má ekki veita til lengri tíma en samtals eins mánaðar nema skuldari sé einstaklingur sem ekki stundar atvinnurekstur, en fresturinn má þá lengstur verða samtals þrír mánuðir.    

5. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 87. gr. getur skiptastjóri með samþykki veðhafa heimilað skuldara að búa áfram í húsnæði í eigu búsins í allt að tólf mánuði. Fyrir þau afnot skal hann greiða leigu sem nemur a.m.k. þeim kostnaði sem er af eigninni, en það sem umfram er gengur til greiðslu krafna sem tryggðar eru með veði í eigninni. Heimild þessi fellur niður 1. mars 2010, en ákvörðun sem skiptastjóri hefur tekið fyrir þann dag stendur til loka þess tíma sem ákveðinn var.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
6. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. laganna skulu dráttarvextir sem leggjast á skattkröfur nema fimmtán hundraðshlutum á ársgrundvelli, þó aldrei hærri en almennir dráttarvextir, frá og með 1. apríl til og með 31. desember 2009.

7. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.









Samþykkt á Alþingi 25. mars 2009.

Helga Sigrún Harðardóttir skrifar áhugaverða grein.

Lesið grein Helgu.

Hreint ótrúlegur dólgsháttur þingmanna gagnvart þjóð sinni kynntur.

Valdemar Ásgeirsson....

http://helgasigrun.blog.is/blog/helgasigrun/entry/831488/#comment2283341


Bílalán / Bílasamningar. Látið í ykkur heyra.

Maður heyrir hreint ótrúlegar sögur af framgöngu fjármögnunarfyrirtækjanna.

Þau taka bíla og vinnuvélar, hægri - vinstri, meta eigur fólks á nánast ekki neitt og senda svo fólki reikninginn f. mismuninum.

Vinur minn skuldaði 300 þús í bíl sem var metinn á 3-400 þús, Bíllinn var metinn hjá fjármögnunar-fyrirtækinu á 7 þús. Ekki 70 þús, 7 þús.

Annar átti Ford 350 ´2000, metinn á 1100 þús, tekinn á 300 þús.

Þriðji átti vélavagn, metinn á 1700 þús, tekinn á 350 þús.

Fjórði á Skoda Oktavia ´2005, metinn á bílasölu á 800 þús skuldin er 2500 þús. Hvað skyldi svo lánadrottinn meta Skodann á þegar þeir taka hann ?

Allir fengu reikning f. mismun á eftirstöðvum láns og mati lánadrottins. Í öllum tilfellum var skuldin miklu hærri en sölumat tækjanna var.

Af hverju er svo lítið talað um þessi mál. Fólk er í hrikalegum málum.

Látið í ykkur heyra.

Valdemar Ásgeirsson.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband