Bílalán / Bílasamningar. Látiđ í ykkur heyra.

Mađur heyrir hreint ótrúlegar sögur af framgöngu fjármögnunarfyrirtćkjanna.

Ţau taka bíla og vinnuvélar, hćgri - vinstri, meta eigur fólks á nánast ekki neitt og senda svo fólki reikninginn f. mismuninum.

Vinur minn skuldađi 300 ţús í bíl sem var metinn á 3-400 ţús, Bíllinn var metinn hjá fjármögnunar-fyrirtćkinu á 7 ţús. Ekki 70 ţús, 7 ţús.

Annar átti Ford 350 ´2000, metinn á 1100 ţús, tekinn á 300 ţús.

Ţriđji átti vélavagn, metinn á 1700 ţús, tekinn á 350 ţús.

Fjórđi á Skoda Oktavia ´2005, metinn á bílasölu á 800 ţús skuldin er 2500 ţús. Hvađ skyldi svo lánadrottinn meta Skodann á ţegar ţeir taka hann ?

Allir fengu reikning f. mismun á eftirstöđvum láns og mati lánadrottins. Í öllum tilfellum var skuldin miklu hćrri en sölumat tćkjanna var.

Af hverju er svo lítiđ talađ um ţessi mál. Fólk er í hrikalegum málum.

Látiđ í ykkur heyra.

Valdemar Ásgeirsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ef dćmin eru augljóslega röng og eiga ekki viđ rök ađ styđjast á eigandi bifreiđarinnar ađ höfđa einkamál á hendur ţeirra sem eru ađ reyna rćna hann.

Ekki spurning!

Gangverđ bifreiđa er hćgt ađ finna inn á miđlćgum gagngrunn sem heitir Bíló á fagmáli. Bifreiđaumbođin stýra í ţví kerfi verđmćti bílanna en endrspeglar ekki söluverđ en notađir bílar seljast nú á undirverđi vegna lítillar eftirspurnar og mikils frambođs. Miđviđunarverđ bíla er einnig ađ finna á www.bgs.is

Haraldur Haraldsson, 18.3.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

Sćll. Valdemar hér eru nokkur dćmi.

ÉG hef séđ svart á hvítu reikning frá bílalánafyrirtćki upp á 212.000 krónur fyrir verđmat á bíl sem var tekinn úr vörslu fólks. Ţetta er í mesta lagi klukkustundar vinna, ađ meta eina bifreiđ. Ţetta kallar mađur óréttlćti á hćsta stigi,« segir Sveinbjörn R. Árnason hjá Bílamarkađnum í Kópavogi.

Sveinbjörn segir ţađ viđgangast ađ bílar, sem eru teknir af fólki í greiđsluerfiđleikum, séu verđmetnir niđur úr öllu raunhćfu samhengi. »Síđan er smurt á viđgerđarkostnađi upp á tugi ef ekki hundruđ ţúsunda króna. Afföllum upp á 15% af matsverđi er bćtt viđ ţar á eftir. Eftir stendur reikningur upp á milljón, sem velt er yfir á skuldarann. Ţetta kalla ég bílarán en ekki bílalán.«

Matsađilar óhćfir

Sveinbjörn segir mikiđ óréttlćti viđhaft viđ verđmat bíla. Ţađ sé framkvćmt af fólki á launaskrá eđa í einhverju samstarfi viđ lánafyrirtćkin. Fólkiđ sé ţví hlutdrćgir og óhćfir matsađilar. Lántaki hafi ekkert um verđmatiđ ađ segja nema kallađir séu til dómkvaddir matsmenn međ tilheyrandi kostnađi.

Atli Már Ingason, bifreiđasali hjá Netsölunni.is, segir engar skýringar ađ fá hjá fjármögnunarfyrirtćkjum á ţví hvers vegna sumir bílar séu seldir upp í kröfur á jafnlágu verđi og raun ber vitni. Hann sjái í störfum sínum hliđstćđa bíla seljast á miklu hćrra verđi á sama tíma.| 22

Í HNOTSKURN

· Atli Már ţekkir dćmi um stúlku sem keypti bíl á 1,1 milljón međ 800 ţúsund kr. láni frá Lýsingu. Seinna missti hún bílinn og var hann seldur upp í kröfuna á 160 ţúsund kr.

· Atli segist ţekkja svipuđ dćmi frá öllum bílafjármögnunarfyrirtćkjunum.

Skuldin situr öll eftir ţótt bíllinn sé tekinn

Eftir Önund Pál Ragnarssononundur@mbl.isBílasalar hafa undanfarna mánuđi, allt frá ţví fyrir bankahruniđ, séđ ţađ sem ţeir kalla ljót dćmi um vörslusv...

Á hrađferđ Margir hafa ekiđ ofan í skuldasúpu. Bílalánafyrirtćki gefa nánast bíla sem teknir eru af skuldurum í vanskilum, en hver grćđir á ţví?

Bílasalar hafa undanfarna mánuđi, allt frá ţví fyrir bankahruniđ, séđ ţađ sem ţeir kalla ljót dćmi um vörslusviptingar á bifreiđum. Mörgum fjármögnunarsamningum hefur veriđ rift síđustu mánuđi, enda oft í erlendri mynt og hafa ţví hćkkađ međ falli krónunnar.

Sveinbjörn R. Árnason hjá Bílamarkađnum í Kópavogi segir ađ bílar séu teknir af fólki í greiđsluerfiđleikum og ţeir verđmetnir niđur úr öllu raunhćfu samhengi. Jafnvel allt ađ helming raunverđs í krónum taliđ. »Síđan er smurt á viđgerđarkostnađaráćtlun upp á tugi ef ekki hundruđ ţúsunda króna. Afföllum upp á 15% af matsverđi er bćtt viđ ţar á eftir,« segir Sveinbjörn. »Eftir stendur reikningur upp á milljónir, sem velt er yfir á skuldarann. Ţetta kalla ég bílarán en ekki bílalán,« bćtir hann viđ.

Skjóta sig í fótinn

Atli Már Ingason, bifreiđasali hjá Netsölunni.is, tekur í sama streng. Hann segir engar skýringar ađ fá hjá fjármögnunarfyrirtćkjum á ţví hvers vegna sumir bílar séu seldir upp í kröfur á jafnlágu verđi og raun ber vitni. Hann sjái í störfum sínum hliđstćđa bíla seljast á miklu hćrra verđi á sama tíma. »Ţessi verđ finnast hvergi nema á uppbođum hjá ţessum félögum. Ţeir eru sjálfir ađ ýta undir verđhrun á markađnum og skjóta á endanum sjálfa sig í fótinn međ ţví.« Hann kveđst ţekkja slík dćmi frá öllum bílafjármögnunarfyrirtćkjum á markađnum. Hann tekur sem dćmi Renault Mégane-bifreiđ sem stúlka ein keypti á 1,1 milljón á síđasta ári, međ 800.000 króna láni frá Lýsingu. Skömmu síđar missti hún bílinn, sem var seldur upp í kröfuna á 160.000 krónur.

Sveinbjörn útskýrir ađ skuldurum bjóđist ađ setja eftirstöđvarnar á skuldabréf í krónum međ veđi í fasteign. »Ţá er búiđ ađ festa gengishagnađinn í krónum og lántakandinn situr eftir međ sárt enniđ.«

Annađ mál sem vekur furđu er kostnađurinn viđ skođun á bílum sem hafa veriđ teknir úr vörslu fólks. Fyrir endursölu eru ţeir verđmetnir hjá ţar til bćrum ađilum. »Ég hef séđ svart á hvítu reikning frá bílalánafyrirtćki upp á 212.000 krónur fyrir verđmat á bíl sem var tekinn úr vörslu fólks. Ţetta er í mesta lagi klukkustundar vinna, ađ meta eina bifreiđ. Ţetta kallar mađur óréttlćti á hćsta stigi,« bćtir Sveinbjörn viđ.

Ţriđji mađur fćr mismuninn

Hann segir mikiđ óréttlćti viđhaft viđ matiđ, sem sé framkvćmt af fólki á launaskrá eđa í einhverju samstarfi viđ lánafyrirtćkin. Ţađ fólk sé ţví hlutdrćgir og óhćfir matsađilar. Lántaki hafi ekkert um verđmat bílsins ađ segja, nema hann kalli til dómskvadda matsmenn međ tilheyrandi kostnađi. »Ef lántaki heldur ekki uppi mótbárum innan fimm daga eftir móttöku bréfsins er litiđ á ţađ sem samţykki.«

Ţá segir Sveinbjörn ţađ vekja furđu ađ ţröngur hópur tengdra ađila fái ađ selja bíla bílalánafyrirtćkjanna hratt og ódýrt, en um leiđ sé fáum bođiđ ađ bjóđa í ţá. »Ţriđji ađili nćr hagnađi viđ endursöluna, en eftir situr lántakandinn međ eftirstöđvarnar.«

Hann spyr sig hvort ţađ ţjóni hagsmunum bílalánafyrirtćkja ađ sćkjast ekki eftir hćsta mögulega verđi. Slíkir gerningar felli verđ á bílamarkađnum almennt og bíleigendur allir gjaldi í raun fyrir ţađ.

TIL er dćmi af Dodge jeppa sem keyptur var međ láni frá Lýsingu hf. Bíllinn kostađi 5,2 milljónir, en lániđ var fyrir 3,5 milljónum króna. Um hálfu ári síđar var samningnum rift og skuldarinn sviptur vörslurétti. Í uppgjöri samningsins var jeppinn ađeins metinn á 1,8 milljónir króna. Lániđ, sem var í erlendri mynt, hćkkađi í millitíđinni. Skuldin viđ Lýsingu er í dag um fimm milljónir, ţrátt fyrir ađ bíllinn hafi veriđ tekinn og seldur upp í kröfuna.

GÖGN sýna uppgjör á bílasamningi hjá SP fjármögnun. Ţegar samningnum er rift 9. október vegna vanskila, og tekinn af skuldara međ vörslusviptingu, eru eftirstöđvar tćpar fimm milljónir. Í uppgjörinu telur liđurinn »kostnađarmatsskođun« 996.703 krónur og bćtist viđ eftirstöđvarnar. Svo dregst söluverđmćti bílsins frá skuldinni. Söluverđiđ er tilgreint um 1,9 milljónir í uppgjörinu. Bíllinn, Lincoln Navigator jeppi, var hins vegar 5,2 milljóna króna virđi hálfu ári fyrr og bílasamningurinn hljóđađi upp á 4,9 milljónir. Bíllinn var seldur upp í kröfuna en samt stendur eftir ríflega fjögurra milljóna króna skuld.

Fyrir um 13 mánuđum keypti mađur á ţrítugsaldri amerískan bíl fyrir sex milljónir króna. Hann greiddi tvćr milljónir beint út og gerđi bílasamning viđ SP-fjármögnun upp á 4,1 milljón króna. Í dag er mađurinn bíllaus og skuldar fyrirtćkinu 3,8 milljónir króna. Ástćđurnar eru ađallega af ţrennum toga; mađurinn missti vinnuna í kjölfar efnahagshrunsins, íslenska krónan hefur falliđ gríđarlega á einu ári og mađurinn telur SP hafa metiđ bílinn allt of lágt.

DV hefur í höndum bílasamning mannsins, sem ekki vill láta nafn síns getiđ. Hann hćtti ađ geta borgađ af láninu eftir ađ hann varđ atvinnulaus í haust. Í kjölfariđ tók SP-fjármögnun af honum

bílinn. Bíllinn, sem fyrir ári var keyptur á um sex milljónir króna ađ sögn mannsins, metur SP nú á tćpar 1,6 milljónir. Nú ţegar bíllinn hefur veriđ tekinn af manninum skuldar hann tćpar 3,8 milljónir króna, í stađ 4,9 milljóna áđur en svokölluđ kostnađarmatsskđun hljóđar upp á 440 ţúsund krónur.

Haraldur Ólafsson, forstöđumađur Verkefna- og ţjónustusviđs SP-fjármögnunar segir ađ ţrátt fyrir ađ bíllinn sé á pappírunum metinn á ákveđna upphćđ, sé ekki sjálgefiđ ađ ţađ sé upphćđin sem skuldarinn muni fá fyrir bifreiđna. „Viđ ákváđum strax í október ađ láta söluverđiđ gilda. Ef bíllinn selst á hćrra verđi en matiđ segir til um, ţá kemur andvirđi sölunnar til frádráttar skuldinni. Ef hins vegar bíllinn selst á verđi sem er lćgra en matiđ, ţá tökum viđ á okkur kostnađinn,“ segir Haraldur og bćtir ţví viđ ađ ţetta fyrirkomulag gildi um alla samninga frá og međ 1. október síđastliđinn.

Nánar er fjallađ um máliđ á neytendasíđu DV í dag.

10.03.2009

Kv,. Sigurjón Vigfússon

Rauđa Ljóniđ, 18.3.2009 kl. 21:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband