Færsluflokkur: Bloggar
25.12.2008 | 10:34
Fátækt á Íslandi.
Það er hreint ömurlegt að heyra það frá bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni að sífellt skuli fleiri og fleiri leita eftir matargjöfum.
Á sama tíma er verið að skipa nýja bankastjóra hjá hinum nýju ríkisbönkum.
Þeir þiggja laun uppá nær 2 millj. á mánuði. Meira en árslaun t.d. sjúkraliða.
Djöfull er þetta nú ömurlega lásí fólk, að geta tekið við þessum greiðslum.
Auk þess ekur þetta lið á lúxus-Benzum á kostnað bankanna / ríkisins.
Með ólíkindum að ekki skuli vera gerð hróp að þessu fólki þegar það ekur um götur bæjarins á lúxus-vögnunum.
Hvernig getur fólk haft ánægju af því að nota bíla fengna með þessum hætti ?
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar bágstöddum.
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar þeim fjölskyldum sem eru við það að missa sitt húsnæði.
Ekkert bólar á aðgerðum til hjálpar fyrirtækjunum í landinu. Öðru nær, vextir hafa verið hækkaðir en þótti nú flestum nóg komið.
Síðastliðið sumar var verið að auglýsa, trekk í trekk eftir ríkisstjórn Íslands.
Hún er reyndar orðin sýnilegri en reyndar bara hluti hennar.
Almenningi blæðir..................Hvað mun mörgum blæða út.
Góðir landsmenn, eigið góðar stundir.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:32
Fallegur dagur í Húnaþingi. Flytjið út á land.
Nú þegar ástandið er eins og það er, hvarflar að manni hvort ekki sé björg / bjargráð að finna á landsbyggðinni.
Ég er reyndar ekki í vafa um það.
Verð á húsnæði í R-vík og nágrenni er fyrir löngu komið "út úr öllu korti".
Þetta ásamt margvíslegum öðrum útgjöldum (sem hægt er að vera laus við úti á landi) er að sliga fjölskyldur og fyrirtæki í R-vík.
Hér í " 540-541 Blönduós" og víðar á landsbyggðinni er hægt að fá húsnæði, bæði atvinnuhúsnæði og til íbúðar á langtum lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu.
Ýmis konar atvinnustarfsemi sem rekin er í Reykjavík getur fullt eins farið fram á landsbyggðinni.
Hér (á Blönduósi og nágrenni) er allt til alls, flottir skólar, flott íþróttahús, góð heilsugæsla, frábærir útivistarmöguleikar, s.s. glæsilegar jeppaleiðir, stutt á fjöll og á jökla, stutt í skíðasvæði, bestu göngu- og reiðleiðir í heiminum, svona má lengi telja.
Ég skora á sem flesta að skoða þennan möguleika.
Hví ekki að hefja nýtt og betra líf á nýjum stað ?
Öllum sem kunna að hafa áhuga er frjálst að hafa samb. í síma; 868-7951, eða á velar@emax.is.
Ég er reiðubúinn að aðstoða eins og í mínu valdi stendur.
Allir út á land.......... ;-)
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:31
Fiskveiðar í Svínavatni.
Fiskveiðar í Svínavatni - Fórnfúst starf Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar
Eins og landsmenn þekkja, er nú á síðustu og verstu tímum gríðarleg þörf á að aðstoða fjölda fjölskyldna, einkum á Reykjavíkursvæðinu. Ég hef heimildir fyrir því að fjöldi þeirra sem leita ásjár hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni fari ört vaxandi með viku hverri.
Fjöldi þeirra sem leggja Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni lið í fórnfúsu starfi þeirra fer sem betur fer einnig vaxandi. En betur má ef duga skal.
Aukin fátækt og matarleysi er smánarblettur á íslensku samfélagi.
Upp er komin hugmynd um að bændur við Svínavatn í Húnaþingi og aðrir húnvetningar, standi að sameiginlegum veiðum í vatninu.
Aflinn verði gefinn til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar.
Húnvetningar - leggjum okkar af mörkum.
Gefum fátækum kost á að njóta af "gnægtaborði Svínavatns".
Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til við að hrinda þessarri hugmynd í framkvæmd, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaðan, í síma:
868-7951, eða senda e-mail á; velar@emax.is
Okkur vantar að láni í nokkra daga:
Silunganet og tilheyrandi, einnig sæmilegan bát, (helst með mótor).
Svo vantar fólk sem er tilbúið til að aðstoða við veiðar og aðgerð í 2-3 daga.
Að sjálfsögðu þiggjum við hjálp, hvaðan sem hún kemur.
Ef einhverjir þarna úti vilja koma og veiða, tökum við þeim fagnandi.
Hví ekki að skreppa í sveitina og eiga skemmtilegan dag, en leggja góðu málefni lið í leiðinni ?
(Þingmenn, ráðherrar og bankastjórar, nýjir og notaðir, sérstaklega boðnir velkomnir.)
Bestu kveðjur, með von um góð viðbrögð,
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:30
Yndisleg er Framsókn, yndislegur maður Guðni ????
Framsókn tekst að leggja flokkinn niður, það er augljóst.
Allir sem fylgst hafa með vita að bullandi togstreita er á milli framámanna í flokknum um þessar mundir, og hefur reyndar verið allt frá því að Steingrímur Hemannsson lét af starfi formanns.
Endalaust valdapot einkennir flokkinn. Líka hrein óheiðarlegheit.
Bjarni Harðarson opnar gáttir flokksins og við blasa óhreinindin og óheiðarlegheitin.
Ég var á dögunum að lesa bók Sigmundar Ernis um Guðna Ágústsson.
Þvílík þvæla á köflum. "Guðni mærir sjálfan sig" - hefði bókin átt að heita.
Eftirtektarverðir eru kaflarnir um veru Guðna í Landbúnaðarráðuneytinu og í bankaráði Búnaðarbankans.
Guðni hrósar sér af því að hafa "sameinað íslenska bændur" og "byggt brú á milli neytenda og bænda."
Þvílík endemis della, það sem menn geta talið sjálfum sér trú um.
Guðni talar um að í bankaráðinu hafi hann fyrst og fremst gætt hlutleysis og þess að vera heiðarlegur.
Allir sem þurftu að eiga viðskipti við bankaráðið, Búnaðarbankann og Lánasjóð Landbúnaðarins, (sem heyrði undir Búnaðarbankann) vita að spilling í bankakerfinu er ekki ný af nálinni.
Bændur sem þurftu á aðstoð að halda þurftu að vera inn-undir hjá Framsókn ef þeir áttu að fá fyrirgreiðslu. Það þekkja allir. Allaballar, kratar og Þjóðvaka-lið, var þó sýnu verst í augum bankastjórnarinnar.
Dæmi voru um að Bankinn (og Lánasjðóðurinn) beinlínis beittu sér gegn fólki sem ekki var "innmúrað og innvígt".
Ég er einn þeirra. Mín saga verður sögð seinna. Því lofa ég. Þó ekki væri nema til þess að leggja lóð á vogarskálarnar við að slátra Framsóknarflokknum, eitraðasta afli hinna síðari tíma á Íslandi.
Ef flokkurinn verður þá ekki búinn að farga sér sjálfur, allt bendir til þess.
Valdemar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:28
Sólin hlær...........
Valdemar Kamillus Benónýsson orti :
Sólin hlær á himinboga.
Hlýnar blær við árdagsskin.
Allt sem hrærist lífs af loga,
lagið slær á strenginn sinn.
Höfundur:
Valdimar Kamillus Benónýsson f.1884 - d.1968
Um höfund:
Fæddur að Kambshóli í Víðidal Hún. Bjó lengst af á Ægissíðu á Vatnsnesi en síðast í Reykjavík. Einn kunnasti hagyrðingur Húnvetninga á sinni tíð.
Heimild:
Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:27
Vindasamt í Húnaþingi.
Nokkuð hefur verið vindasamt í Húnaþingi að undanförnu.
Sl. tvö sumur hafa verið afar þur, svo þur að það hefur komið illilega niður á gróðri.
Bæði sumarið 2007 og 2008 snérist svo til rigningartíðar, með þrálátum sunnan og suð-vestan áttum í seinni hluta september-mánaðar.
Hér í Svínadal eru sunnan og suðvestan áttir yfirleitt hvassar og heldur hvimleiðar.
Reyndar er þessa stundina logn-veður og kólnandi. Vonandi helst það eitthvað.
Í pólitíkinni er hinsvegar ekkert logn, og ekkert lát á fréttum um spillingu stjórnmálamanna.
Ein er þó góð frétt úr þeirri átt, Guðni er hættur, veldur þá ekki meiri skaða sá skúrkur.
Áfram halda þingmenn og ráðherrar að þiggja bitlinga, uppbætur o.sv.frv.
Hvenær verður íslenskri þjóð nóg boðið ?
Er kannske hægt að bjóða þjóðinni hvað sem er ?
Treysta ráðamenn á það ?
Valdemar Ágeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:26
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Sl. vor sagði Ingibjörg Sólrún í viðtali að vissulega væru blikur á lofti í búskap þjóðarinnar, en;
"Þjóðin er ekki farin að finna fyrir samdrættinum."
Í síðustu viku segir Ingibjörg að það sé nú ekki svo grábölvað þó kaupmáttur hoppi aftur um nokkur ár.
Nú segir Ingibjörg að vissulega sé vá fyrir dyrum, en kosningar komi ekki til greina, kosningar kæmu sér vel f. Samfylkinguna, en hagur þjóðar skuli tekinn fram f. flokkshagsmuni, því sé rétt að Samfylking sitji áfram.
Er Ingibjörg að grínast með þjóðina ?
Eða er frúin ekki með "fulle fem" ?
Eru til e-r lyf við þessum fjanda ?
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:25
Þú þjóð með eymd í arf........
Nú er nokkuð rætt um að til standi að setja upp áburðarverksmiðju í Húnaþingi.
Hvernig er það, áttum við ekki slíka verksmiðju í R-vík ?
Hvar er hún núna ?
Í Kína ?
(Ef svo er, er hún hugsanlega keyrð með kolum og olíu.)
Fyrir um það bil 100 árum vildi Einar Benediktsson skáld og athafnamaður reisa áburðarverksmiðju á Íslandi.
Einar vildi líka drífa áfram öflugan landbúnað og flytja út matvörur í stórum stíl.
Nú öld seinna eigum við hvorki áburð eða matvörur til að flytja út.
Er íslendingum ekki viðbjargandi ?
Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,
Litla þjóð, sem geldur stórra synda:
Reistu í verki
Viljans merki-
Vilji er allt, sem þarf.
Hví notum við ekki "gnóttir lífsins linda" ??
Svar : Galið stjórnarfar og viðurstyggilegt snobb veldur því.
Drottinn hjálpi íslenskri þjóð.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:24
Vinur minn Kristinn Guðnason á Þverlæk.
Þessa vísu sendi mér minn tryggi vinur Kristinn Guðnason á Þverlæk í Holtum f. nokkrum árum:
Blæs úr éljatjásunum,
undan þremur sólum.
Kýrnar baula á básunum,
bráðum fer að jólum.
K.G.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 10:23
Bjart er yfir Betlehem og Blönduósi líka.
Framkvæmdastjórinn okkar hjá SAH-afurðum, (kjötvinnsla og sláturhús) hélt fund með starfsmönnum fyrirtækisins í gær.
Á fundinum kom í ljós að gert er ráð f. að sala á kjötvörum SAH komi til með að ganga vel næstu misseri.
Mikil slátrun er þessa dagana og mikil kjötvinnsla.
Úrbeining, sögun, söltun og reyking o.fl.
Fyrirtækið vantar fleiri starfskrafta.
Hjá SAH starfa margir útlendingar, frá Slovakiu og Póllandi, flestir.
Nú er þetta fólk, margt, að hverfa til sinna heimahaga og er það vel.
Þ.e.a.s. það er vel að ástandið í Póllandi og í Slovakiu hafi skánað, þannig að fólkið hefur nú að einhverri vinnu að hverfa heima, og getur snúið heim til ástvina og skyldmenna.
Það er hinsvegar slæmt f. okkur í Húnaþingi og íslendinga alla að fólkið fer heim.
Þetta er fólkið sem hefur haldið uppi velferðarkerfi okkar íslendinga á undanförnum árum, eða allt frá því að við hættum sjálf að fást til þess að vinna við t.d. kjötvinnslu, fiskvinnslu og aðra verkamannavinnu.
Hættum að vilja vinna við yfir höfuð allt sem skapar raunveruleg verðmæti.
Allir fóru í skóla, hundruð og þúsundir viðskiptafræðinga, lögfræðinga og hagfræðinga hafa verið útskrifaðir úr háskólunum.
Hvaða verðmæti sköpuðu fræðingarnir ?
Hvernig getur verið að þjóðin öll er komin á hausinn ?
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)