AFLÚSUN. Ekkert traust lengur. Er eitthvað að gerast í málefnum þjóðarinnar ?

Auðkúlu 18. jan. 2009.

Ég held að öllum sé nú ljóst að kosningar hljóta að verða á þessu ári.

Furðu lítið heyrist þó frá stjórnarandstöðunni. Einkum vekur furðu; þagmælska Vinstri grænna.

Kjaftaskarnir tveir, Steingrímur og Ögmundur þegja nánast þunnu hljóði, helst að Jón Bjarnason láti e-ð í sér heyra hvað varðar málefni þeirra sem mest eiga undir högg að sækja um þessar mundir.

Sennilega eru VG að snuðra og hlera ofaní Samfylkingu og bíða eftir lokum Framsóknarþings, m.ö.o. að sjá til hvernig mál þróast og meta möguleika sína á aðkomu að næstu ríkisstjórn. Hvern er hægt að narra með sér.

Frjálslyndir eru algerlega þagnaðir, varla að fólk muni lengur nöfn þeirra sem á Alþingi sitja f. flokkinn þann.

Nú síðast berast fréttir út um byggðina að Samfylkingin hyggist leggja land undir fót, til þess að kynna stefnu sína varðandi Evrópusambandið.

Það var þá helst þörf á því. Allir vita að nýr / annar gjaldmiðill fæst ekki bara si-svona. Ekki við þær aðstæður sem þjóðin hefur ratað í. Allir vita líka að innganga í ESB stendur ekki til boða eins og á stendur. Aðildarviðræður taka langan tíma, það telst í árum, ekki mánuðum.

En þetta gerir Samfylkingin í ráðaleysi sínu til þess að sáldra ryki í augu fólks, blekkja.

Hvað er í gangi, hvað er að gerast, eða er yfirleitt e-ð að gerast ?

Þetta eru spurningar sem brenna á fólkinu í landinu en engin svör fást. Stjórnmálamenn gefa engin svör og þaðan af síður hafa þeir gefið fólki von. Fólk sekkur dýpra og dýpra í vonleysi og svartnætti, sem von er, þegar engin svör er að fá og enga von.

Fari fólk ekki að fá svör og von um að geta greitt úr sínum málum missir almenningur fljótlega móðinn. Það hafa reyndar margir gert nú þegar. Íslensk þjóð hefur ekki efni á því að missa einn einasta mann "úr liðinu" núna. Því verður Samfylking og Sjálfstæðisflokkur að fara að láta verkin tala.

Fólkið er auður hvers lands. Án fólksins er landið ekki neitt. Fólkið í landi hverju er dýrmætara en auðlindirnar sjálfar, eins og sjá má af því að; auðlindir landa hafa ekki allt að gera með það hvernig þjóð reiðir af.

Öll ráðuneytin eru með á sínum snærum sérstakan fjölmiðlafulltrúa, ég spyr til hvers eru þeir ? Eru þeir ekki til þess ætlaðir að koma upplýsingum til fólks um það sem er verið að gera í ráðuneytunum ?

Kannske er bara ekki verið að gera neitt. A.m.k. virðist ráðaleysið vera óskaplegt, vægt til orða tekið.

Almenningur treystir ekki stjórnmálamönnum lengur. Engum. Ekki heldur þeim sem eru í stjórnarandstöðu.

Eigi að endurheimta traust þjóðarinnar verður að boða til kosninga strax. Og kjósa í ca. mars-apríl.

Allir fyrstu menn á öllum listum sem eiga sæti á Alþingi verða að víkja / hverfa, eða a.m.k. færa sig neðar á listunum.

Eins er í Seðlabankastjórn og öðrum bankastjórnum, menn  verða að víkja.

Það verður að fara fram alsherjar hreingerning, aflúsun. Fólk hefur nú orðið fullkomið ógeð á samtryggingu pólitíkusa og peningamanna.

AFLÚSUN STRAX.

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnin nýtur ekki trausts fólksins í landinu, en þverskallast við það að halda völdum.  Þeir (ó)stjórnarherrar spyrja ekki skrílinn sem mætir á mótmæla/samstöðufundi álits.  Burt með spillingarliðið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2009 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband