ESB allsherjarlausn Samfylkingar.

Auðkúlu 18.01.2009.

Eins og þjóð veit er fátt talað eins mikið um þessa dagana eins og hugsanlega inngöngu Íslands í ESB.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa aðlagað sína orðræðu í þá veru sem talið er að falli best í kramið núna.

Þarna er á ferðinni mikill misskilningur. Íslendingar kæra sig ekki um ESB.

Allt tal um lægra vöruverð, t.d. á landbúnaðarvörum, er tómt kjaftæði. Við vitum jú, að sumir vöruflokkar landbúnaðirins eru dýrari á Ísland en í ESB. Það er þó langt í frá algilt.

Samstarfsmaður minn sem er Dani var að koma frá Danmörku. Þar kostar 1 liter af drykkjarmjólk 0,9 evrur. Í Hollandi er verð á mjólk enn hærra. Einnig í Þýskalandi. Nautahakk kostar í Danaveldi 6-8 evrur pr. kg.

Nú vitum við að erfitt er að umreikna þessi verð yfir í krónur, vegna þess hve krónan er verðlítil. Það væri ekki sanngjarnt.

Hér kostar mjólk ca 100 kr. pr. líter og nautahakk ca. 900-1200.-

Mjólk er því miklu ódýrari hér á landi og nautkjöt er á sambæril. verði.

Þá á eftir að skoða gæðin. Í ESB löndunum er t.d. mikið um að kjöt sé sprautað með vatni (saltpækli - vatn+salt+bindiefni) allt að 80% þyngdaraukning næst með því. Til lítils að greiða lægra verð pr. kg. ef verið er að kaupa vatn.

Hverju hefur ESB t.d. skilað f. Breta ? Litlu ef marka má nýjustu fréttir þaðan. 12 gamalmenni deyja úr kulda á hverri klukkustund. 2000 manns pr. viku.

Var ekki talað um heimsveldið Stóra-Bretland ? Getur ekki einu sinni haldið varma á gamla fólkinu sínu. Hvað með útigangsmenn og hungraða ?

Viljum við svona Ísland ?

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband