31.1.2009 | 09:37
Hnignandi samfélag. Áframhaldandi eiginhagsmunapot ??
Það virðist augljóst að Framsóknarflokkurinn er ekki í raun, tilbúinn til þess að ganga til liðs við vinstri flokkana af alvöru.
Vel kann að vera að hin nýja stjórn flokksins hafi ætlað sér í upphafi viðræðna að ganga til samstarfs af heilindum. Raunin virðist ætla að verða önnur.
Sá illi grunur læðist að mér að nú séu gömlu sérhagsmuna- og spillingarröflin í flokknum að grípa í taumana.
Lái mér hver sem vill.
Ætli Framsókn að vinna trausts fólksins í landinu að nýju, verður hún að sýna að heiðarleiki og heilindi séu að baki tilboðsins um að verja vinstri stjórn falli.
Það virðist þeim ekki létt....
Valdemar Ásgeirsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.