Hnignandi samfélag. Áframhaldandi eiginhagsmunapot ??

Það virðist augljóst að Framsóknarflokkurinn er ekki í raun, tilbúinn til þess  að ganga til liðs við vinstri flokkana af alvöru.

Vel kann að vera að hin nýja stjórn flokksins hafi ætlað sér í upphafi viðræðna að ganga til samstarfs af heilindum. Raunin virðist ætla að verða önnur.

Sá illi grunur læðist að mér að nú séu gömlu sérhagsmuna- og spillingarröflin í flokknum að grípa í taumana.

Lái mér hver sem vill.

Ætli Framsókn að vinna trausts fólksins í landinu að nýju, verður hún að sýna að heiðarleiki og heilindi séu að baki tilboðsins um að verja vinstri stjórn falli.

Það virðist þeim ekki létt....

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband