Bjart veður, stillt og fallegt....

Auðkúlu 1. febrúar 2009.

Í dag hefur verið bjart veður, stilla og fallegt um land allt.

Það hefur líka birt verulega upp í hugum margra um land allt, í kjölfar myndunar fyrstu vinstri stjórnar lýðveldisins í 18 ár.

Ég vona að bjartviðrið sé táknrænt fyrir þá tíma sem fara í hönd á Íslandi. Ég er svo bjartsýnn að ég trúi því.

Ég á ekki von á að í bráð verði uppgangur í landinu, eða peningaflæði, neitt í líkingu við það sem menn sáu hér á síðustu 5-6 árum.

Mér er sama. Ég og þorri allrar alþýðu varð heldur aldrei vör við neina fjandans peninga. Og langaði aldrei í neina peninga, umfram það sem þarf til þess að framfleyta sjálfum sér og sínum á sæmilega mannsæmandi hátt.

Íhaldið segir ekkert nýtt í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. "Gamalt vín á nýjum belgjum".

Má vera að Íhaldinu finnist svo vera, má líka vera að það hafi talið sig vera að vinna að brýnustu úrlausnar-verkefnum fyrir fólkið í landinu. Gallinn er bara sá að fólk varð aldrei vart við það. Og hafi svo verið, af hverju var fólk þá ekki upplýst um það hvað var að gerast.

Margoft, aftur og aftur, hefur verið kallað eftir upplýsingum, fráfarandi stjórnarherrar hafa verið þráfaldlega, grátbeðnir um upplýsingar, en þær hafa ekki fengist.

Það er ósk mín að Sjálfstæðismönnum gangi allt í haginn.

Mikið er talað um "Nýja Ísland."  Mér fellur betur að tala um "Gamla Ísland."

Enda finnst mér að þegar fólk kallar eftir nýju Íslandi sé í raun verið að tala um; að taka upp að nýju, gömul og góð, sígild gildi. Hin gömlu góðu gæði.

Elskulegu landsmenn:  Til hamingju með nýju stjórnina.

Valdemar Ásgeirsson....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband