21.2.2009 | 07:55
Kartöflupokarnir úr Þykkvabæ og hagfræði nútímans.
Auðkúlu 21.02.2009.
Mikið hefur verið rætt um viðtalið sem Egill Helgason tók við Gunnar Tómasson hagfræðing á dögunum.
Megininntakið í gagnrýni Gunnars á hagfræði nútímans er að; pappírspeningar dugi ekki, heldur verði/þurfi að vera raunveruleg, áþreifanleg veðmæti á bakvið þær skuldir sem stofnað er til.
Til þess að standa undir velferðarkerfi, atvinnu og þjónustu við fólkið í landinu, þarf veðmætasköpun, áþreifanlega vöru.
M.ö.o., við lifum á framleiðslu á vöru, ekki pappírum, viðskiptum með pappíra eða þjónustu hver við annann.
Raunveruleg framleiðsla, það er það sem þarf / dugar.
Er þetta eitthvað nýtt, spyr ég ? Vita þetta ekki allir ?
Í Silfri Egils sagði Gunnar :
(tekið af VB.is)
"Eins og ég sagði við Ögmund Jónasson og Guðmund jaka fyrir 25 árum að lífeyrissjóður Íslands syndir í sjónum í kringum landið. Við getum haft allan þann pappírsauð sem við viljum, en við lifum á því sem við framleiðum."
"Að gefa lífeyrissjóðinn, sem er fiskurinn í sjónum, í hendur einkaaðila og láta einkaaðila ráðskast með hann, - þetta er brask. Þetta er fullkomlega, finnst mér, svik við landið og íbúa þess.
-------------------------------------------------
Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.
Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.
Karlarnir voru tregir til en létu þó til leiðast.
Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.
En hagfæðingurinn kættist.
Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.
Fullt að gerast.
Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.
Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.