Saga úr Þykkvabæ, hagfræðingar og bændur........

Auðkúlu 24.02.2009.

Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.

Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á denslags búskaparlag. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.

(Peninga til þess að kaupa eitthvað fínt fyrir. Setja í gang aukna verslun. Stækka hagkerfið.)

Karlarnir voru tregir til en létu þó til leiðast.

Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.

En hagfæðingurinn kættist.

Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.

Fullt að gerast.

Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.

Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir stór-skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.

Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband