Enn um hagkvæmni innlendrar framleiðslu.

Auðkúlu 4. mars 2009.

Á tímum sem þeim sem við lifum núna verður mikilvægi innlendrar framleiðslu enn mikilvægara. Reyndar mikilvægara f. þjóðarbúið en allt annað.

Það er algerlega til skammar f. íslendinga, hvað innlend framleiðsla hefu verið látin drabbast niður. Möguleikar til iðnaðar Íslandi eru prýðilegir og landgæði og landrými með þeim ágætum að vandalítið er að ráðast í stóraukna framleiðslu á landbúnaðar-afurðum.

"Það er ekki einungis að Drottinn hafi gefið oss allt, heldur einnig gnægðir alls." Það eina sem skortir er skynsamlegt stjórnarfar.""

-------------------------

Gestur yfirstandandi búnaðarþings er formaður norsku bændasamtakana, Pal Haugstad.

Hann segir í viðtali við Gísla Einarsson:

Pål Haugstad, formaður norsku bændasamtakanna Norges Bondelag, var gestur Búnaðarþings í ár. Hann sagði í viðtali í Ríkissjónvarpinu að norrænir bændur hefðu sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra bænda og áskorun til stjórnvalda í þeim erfiðleikum sem nú blasa við. Varðandi Evrópumálin sagði Pål að útilokað væri að aðlaga landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins að norskum veruleika. Hann sagði það sama eiga við hérlendis. Pål sagðist hafa það ráð til íslenskra bænda að framleiða sem allra mest af matvörum, það væri efnahagslega hagkvæmt að framleiða öll þau matvæli sem hægt væri í landinu. Þjóðin þurfi að búa svo um hnútana að íslenskur landbúnaður geti þrifist áfram og bændur sinnt vexti, endurnýjun og viðhaldi.

Viðtal Gísla Einarssonar við Pål Haugstad má nálgast með því að smella
hér.

Valdemar Ásgeirsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband