11.3.2009 | 20:40
Hin afdrifaríka ákvörðun, verðtrygging á lán.
Auðkúlu 11. mars 2009.
Af visir.is
Þetta segir úttekt Seðlabankans:
Kemur ekki á óvart, enda lentu þeir sem eru um fertugt í óðaverðbólgu (allt að 120%) fyrstu árum níunda áratugarins. Að auki var 100% verðtryggingu lána dempt á, á einum degi ´79-´80.
Aftur lendir svo þetta sama fólk í erfiðu samdráttarskeiði ´90-´98.
Á þessum árum má segja að alveg hafi verið sama hvað menn lögðu hart að sér við að borga skuldir, ekkert hafðist undan. Það er því heldur óskemmtilegt f. sama hóp að vera að lenda í greiðsluhremmingum og samdráttartímum í 3ja sinn á aðeins 25-30 árum.
Fjölskyldur í vanda; kreppan kemur illa við aldurshópinn 30-44 ára.
Á fertugsaldri og rétt yfir.
Samsetning heimila í neikvæðri eiginfjárstöðu sýnir að kreppan lendir harkalega á fólki á aldrinum 30 til 44 ára. Nær helmingur fólks sem skuldar meira en það á er á þeim aldri.
Þetta kemur fram í skýrslu með bráðabrigðaniðurstöðum starfshóps Seðlabanka Íslands, sem hefur safnað gögnum um áhrif fjármálakreppunnar á efnahag heimilanna. Bankinn kynnir samantekt sína á blaðamannafundi á eftir, en þar má finna upplýsingar um flestar gerðir lána og um efnahag fólksins í alndinu eftir að fjármálakreppan skall á.
Greiningin byggir á gagnagrunni með fjárhagslegum upplýsingum um heimili sem Seðlabankinn hefur aflað í samstarfi við fjármálafyrirtæki með leyfi Persónuverndar og er ætlunin að birta frekari gögn á næstunni.
Í skýrslu Seðlabankans kemur einnig fram að mánaðarleg greiðslubyrði bílalána er á milli 50 og 100 krónur á mánuði hjá 24% heimila sem þau lán hafa, en minni en 50 þúsund hjá sjö af tíu heimilum í gagnagrunni bankans. Skýrslan er á vef Seðlabankans.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 20:55
Frábært, tökum Færeyingum fagnandi.
Auðkúlu 10.03.2009.
Þetta er gaman að heyra. Tími til kominn að fá samkeppni á tryggingamarkaðinn. Ekki spillir að hún komi frá frændum okkar og vinum í Færeyjum.
Líka gaman að við skulum vera komin með norskan seðlabankastjóra og nú hugsanlega norska/franska konu, til þess að leiða rannsókn á fjármálahruninu.
Íslendingar eru, eða voru a.m.k., dugnaðarfólk en kunna ekki almennilega fótum sínum forráð.
Því eigum við að fagna utanaðkomandi aðstoð.
Öll menntunin sem við höfum kostað til, virðist ekki hafa komið okkur að því gagni sem til var ætlast. Svo eru íslendingar hættir að nenna/vilja vinna með höndunum, margir hverjir eða jafnvel flestir. Sorglegt en staðreynd.
Að sjálfsögðu eigum við að nota tækifærið og stofna til enn frekara (víðtæks) samstarfs og samvinnu við nágranna okkar; Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga. Og fleiri þjóðir á norður-slóðum. þjóðir sem við eigum samleið með, eigum svipaða menningu, svipað atvinnulíf, veðurfar o.sv.frv.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
![]() |
Vilja kaupa tryggingafélag hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 21:08
Hvernig stofnun er Alþingi eiginlega ?
Auðkúlu 9.mars 2009.
Nauðasölur í hámarki, gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga líka í sögulegu hámarki.
Þá er setið og karpað, brýn mál sem varða fjölskyldur, heimili og fyrirtæki, tafin og teygð.
Þetta er dagskrá morgundagsins :
10.03.200908:30 Fundur í samgöngunefnd
08:30 Fundur í viðskiptanefnd
09:00 Heimsókn nemenda í Melaskóla
10:15 Fundur í iðnaðarnefnd
10:15 Fundur í félags- og tryggingamálanefnd
13:30 Þingfundur
13:30 Heimsókn nemenda í HÍ
Þetta eru nýjustu lagasetningarnar :
(Rekstur fráveitna, vinnsla kolvetnis..........)
Er ég einn um að finnast forgangsröðun einkennileg ?
| ||||||||||||||||||||
Lög samþykkt á yfirstandandi þingi -------------- Valdemar Ásgeirsson. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2009 | 08:00
Þetta er geggjað.
Hvernig í ósköpunum gat íslensk þjóð villst svona hrikalega af veginum ?
Hvað í ósköpunum héldum við að við værum ?
Vitum til, - alþýðan borgar brúsann - og brosir...........
![]() |
500 milljarðar til eigenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2009 | 20:16
Framleiða, framleiða, framleiða......
NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝSKÖPUN http://www.nyskopun.org Hér er búið að stofna nýja wiki síðu um
EYJAN.IS http://betraisland.eyjan.is/. Þá er Eyjan.is búin að stofna hugmyndabanka í líkingu við þennan hér sem er auðvita hið besta mál.
Fréttina má lesa HÉR. Hef heyrt að mbl.is sé í svipuðum hugleiðingum :)
Hér hef ég verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta Íslenskt samfélag og auka fjölbreytni í atvinnumálum.
Upphaflega hugmyndin að listanum hófst þegar ég fór að spá í hvernig spara mætti gjaldeyrir og auka útflutninginn.
Eins og sjá má, þá er listinn langur. En ég vil líka reyna að virkja fleiri og óska ég því eftir að þeir sem þetta lesa komi með flottar og frjóar hugmyndir sem geta hjálpað Íslendingum í þessum þrengingum.

A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLA.





























B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR






















C) ORKUIÐNAÐURINN






































D) FERÐAÞJÓNUSTA

























































E) LANDBÚNAÐUR



































Bloggar | Breytt 7.3.2009 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 20:03
Enn um hagkvæmni innlendrar framleiðslu.
Auðkúlu 4. mars 2009.
Á tímum sem þeim sem við lifum núna verður mikilvægi innlendrar framleiðslu enn mikilvægara. Reyndar mikilvægara f. þjóðarbúið en allt annað.
Það er algerlega til skammar f. íslendinga, hvað innlend framleiðsla hefu verið látin drabbast niður. Möguleikar til iðnaðar Íslandi eru prýðilegir og landgæði og landrými með þeim ágætum að vandalítið er að ráðast í stóraukna framleiðslu á landbúnaðar-afurðum.
"Það er ekki einungis að Drottinn hafi gefið oss allt, heldur einnig gnægðir alls." Það eina sem skortir er skynsamlegt stjórnarfar.""
-------------------------
Gestur yfirstandandi búnaðarþings er formaður norsku bændasamtakana, Pal Haugstad.
Hann segir í viðtali við Gísla Einarsson:
Pål Haugstad, formaður norsku bændasamtakanna Norges Bondelag, var gestur Búnaðarþings í ár. Hann sagði í viðtali í Ríkissjónvarpinu að norrænir bændur hefðu sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra bænda og áskorun til stjórnvalda í þeim erfiðleikum sem nú blasa við. Varðandi Evrópumálin sagði Pål að útilokað væri að aðlaga landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins að norskum veruleika. Hann sagði það sama eiga við hérlendis. Pål sagðist hafa það ráð til íslenskra bænda að framleiða sem allra mest af matvörum, það væri efnahagslega hagkvæmt að framleiða öll þau matvæli sem hægt væri í landinu. Þjóðin þurfi að búa svo um hnútana að íslenskur landbúnaður geti þrifist áfram og bændur sinnt vexti, endurnýjun og viðhaldi.
Viðtal Gísla Einarssonar við Pål Haugstad má nálgast með því að smella hér.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 10:18
Saga úr Þykkvabæ, hagfræðingar og bændur........
Auðkúlu 24.02.2009.
Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.
Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á denslags búskaparlag. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.
(Peninga til þess að kaupa eitthvað fínt fyrir. Setja í gang aukna verslun. Stækka hagkerfið.)
Karlarnir voru tregir til en létu þó til leiðast.
Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.
En hagfæðingurinn kættist.
Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.
Fullt að gerast.
Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.
Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir stór-skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
Bloggar | Breytt 26.2.2009 kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 07:55
Kartöflupokarnir úr Þykkvabæ og hagfræði nútímans.
Auðkúlu 21.02.2009.
Mikið hefur verið rætt um viðtalið sem Egill Helgason tók við Gunnar Tómasson hagfræðing á dögunum.
Megininntakið í gagnrýni Gunnars á hagfræði nútímans er að; pappírspeningar dugi ekki, heldur verði/þurfi að vera raunveruleg, áþreifanleg veðmæti á bakvið þær skuldir sem stofnað er til.
Til þess að standa undir velferðarkerfi, atvinnu og þjónustu við fólkið í landinu, þarf veðmætasköpun, áþreifanlega vöru.
M.ö.o., við lifum á framleiðslu á vöru, ekki pappírum, viðskiptum með pappíra eða þjónustu hver við annann.
Raunveruleg framleiðsla, það er það sem þarf / dugar.
Er þetta eitthvað nýtt, spyr ég ? Vita þetta ekki allir ?
Í Silfri Egils sagði Gunnar :
(tekið af VB.is)
"Eins og ég sagði við Ögmund Jónasson og Guðmund jaka fyrir 25 árum að lífeyrissjóður Íslands syndir í sjónum í kringum landið. Við getum haft allan þann pappírsauð sem við viljum, en við lifum á því sem við framleiðum."
"Að gefa lífeyrissjóðinn, sem er fiskurinn í sjónum, í hendur einkaaðila og láta einkaaðila ráðskast með hann, - þetta er brask. Þetta er fullkomlega, finnst mér, svik við landið og íbúa þess.
-------------------------------------------------
Tveir bændur bjuggu í Þykkvabæ. Þeir ræktuðu kartöflur og átu þær í öll mál. Lifðu fínu lífi.
Dag einn kom til þeirra hagfræðingur einn en honum leitst ekki á. Vildi hann að bændurnir legðu land undir fót, til Reykjvíkur, og kæmu kartöflunum í verð, fengju sér peninga.
Karlarnir voru tregir til en létu þó til leiðast.
Ekki tókst þó betur til en svo að á Hellisheiði lentu þeir í árekstri, hvor á annann. Bæði bílar og farmur (kartöflurnar) eyðilögðust.
En hagfæðingurinn kættist.
Nú þurfti sjúkrabíl, kranabíl, slökkvilið, lækna, bílaviðgerða-mann o.sv.frv. Hagvöxturinn var hafinn, rauk upp úr öllu valdi.
Fullt að gerast.
Einu verðmætin i dæminu voru eftir sem áður; hinir sömu kartöflupokar.
Nema nú voru mennirnir úr Þykkvabænum orðnir skuldugir vegna tjóns á bílum o.fl., og það sem verra var, matarlausir.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 10:39
Verðandi - stýrimannafélag hittir naglann á höfuðið.
Auðkúlu 15.02.2009.
Hvenær ætlum við að skilja að við lifum á fiskveiðum og landbúnaði ?
Það er hreint óþolandi að stjórnvöld skuli ekki snúa sér að því sem skiptir máli. Úti á landsbyggðinni, í fiski og landbúnaði liggur okkar eina von til þess að koma okkur út úr kreppunni. Einnig í íslenskum iðnaði, sem einu sinni var blómlegur, ferðaþjónustu og fl.....
Ekki í því að byggja hús hvor f. annann eða í annari þjónustu, þar sem einn þjónustar annan.
Þetta verður íslensk þjóð að læra að skilja. Það verður að skapa verðmæti, vöru.
---------------------------------------------------------
Þessi frétt er á vísir.is--------
Íslenskt þjóðfélag er á hausnum í orðsins fyllstu merkingu og það eina sem Ríkisstjórn Íslands hefur hugann við er allt annað en sjávarútvegur. Svo segir í ályktun stjórnarfundur Skipstjóra og- stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum sem haldinn var í gær þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta hefja loðnuveiðar strax.
Þar segir að fullmönnuð ríkisstjórn af fólki sem hafi ekki hundsvit á sjávarútvegi sé hneisa fyrir Ísland.
Mörg hundruð milljónir séu að tapast á hverjum degi "meðan þið sem stjórnið landinu okkar vitið ekki að sjávarútvegurinn er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá gjaldþroti.
Álver eða tónlistahús gera það ekki, segja Eyjamenn og spyrja: Hvernig ætlið þið í ríkisstjórninni að bjarga heimilum landsins ef ekki á að nota þetta tækifæri sem fellst í veiðum á loðnu? Tíminn er stuttur sem þið hafið og þá erum við að tala um daga eða jafnvel klukkutímaspursmál.
Stjórn Verðanda hvetur ríkisstjórnina til að láta af mannaveiðum og láta hefja loðnuveiðar ekki seinna en á morgun.
-------------------------------------------------------------------------------------
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 21:49
Jón Baldvin Hannibalsson, nei takk.
Auðkúlu 14.02.2009.
Jón Baldvin hefur látið í veðri vaka um hríð að hann geti hugsað sér að snúa aftur í pólitíkina.
Er ástæðan sú að hann getur ekki þolað að nú situr aftur vinstri stjórn við völd, eftir 18 ára stjórn hægri aflana ?
Uppúr 1980 átti almenningur og heimili á Íslandi víð gríðarlegan vanda að etja. Verðbólga var gríðarleg, náði allt að 120 prósentustigum.
Þetta kom ofaná að verðtryggingu hafði verið dempt á að fullu, á einum degi, árið 1979.
Það var gert til þess að vernda fjármagnseigendur í landinu en var vanhugsuð aðgerð og flaustursleg, sem kom feiknarlega hart niður á skuldugum fyrirtækjum og heimilum. Þetta hefði þurft að gera í áföngum og huga betur að þeim sem voru skuldugir.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar, Framsókn - Kratar og Alþýðubandalag, (síðasta vinstri stjórnin) þurftu því að taka við mjög svo erfiðu búi af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem var að hrökklast frá vandanum, og við henni blöstu erfiðar ákvarðanir.
Almenningur / alþýða landsins var almennt nokkuð sátt við stjórn Steingríms, þrátt f. ýmisskonar klaufaleg ummæli Steingríms, sem fleyg urðu og verða lengi í minnum höfð.
Allir muna að það var Jón Baldvin Hannibalss. sem sleit vinstri-stjórnar-samstarfinu í beinni útsendingu, að mig minnir strax á kosningnótt.
Vinstri stjórnin hafði haldið, en Jón Baldvin kaus að gera sér dælt við Davíð Oddson, sem þá var nýlegur í lands-pólitíkinni, og mynduðu þeir Viðeyjarstjórnina frægu. Illu heilli.
Alþýðuflokkurinn fékk eitt kjörtímabil með Íhaldinu, þá sveik Davíð.
Eftir síðustu kosningar hefði verið hægt að mynda vinstri stjórn en Ingibjörg Sólrún kaus að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki, þrátt f. að hafa smalað sínum atkvæðum, hjá alþýðufólkinu, með loforðum um vinstri stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var höfuðandstæðingur Samfylkingar, sagði ISG.
Nú dettur Jóni Bald. í hug að endurtaka leikinn, varpa formanni Krataflokksins úr stóli og mynda sjálfur stjórn með Íhaldinu. Hægri-hægri-stjórn.
ATH. Það var Jón Baldvin sem varð örlagavaldur þjóðarinnar, strax við myndun Viðeyjarstjórnarinnar, þá var farið inná braut nýfrjálshyggjunnar, sem leitt hefur okkur íslendinga þangað sem við erum stödd núna.
Jón var heldur ekki neinn hvítþveginn engill, öðru nær. Frægar eru einka-vina-ráðningar Jóns, skinkusmygl, brennivínskaup í veislur frúr sinnar, rándýrar veislur o.sv.frv......
Jón Baldvin Hannibalsson, nei takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)