24.1.2009 | 21:39
Standa á meðan stætt er, á meðan brennur Róm.
Auðkúlu 24. jan. 2009.
Auðvitað skal þrjóskast við.
Báðir formenn stjórnarflokkana fárveikir, krafan skýr frá þjóðinni, líka frá fólki innan stjórnarflokkanna; ríkisstjórnin burt..........
Samt á að þráast við.
Landsbyggðarfólk býr kannske yfir meira langlundargeði, ekki veit ég........
Valdemar Ásgeirsson.
Meiri biðlund á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 20:46
Allt vitlaust............
Stjórnarflokkunum hefur tekist að hleypa öllu í bál og brand.
Stjórnarherrarnir sátu sem fastast í sínum fílabeinsturnum.........
Því fór sem fór.
Þeir geta kenn sjálfum sér um, engum öðrum.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 19:07
Fjölskylduhjálpin - Mæðrastyrksnefnd.
Auðkúlu 19.01.2009.
Ofangreind hjálparsamtök eiga mikinn heiður skilinn. Innan þeirra er unnið mikið starf og fórnfúst.
Mikil þörf hefur verið f. stafsemi sem þessa á undanförnum árum, "góðárum".
Enn meiri verður þörfin á næstu mánuðum og árum.
Látum ekki okkar eftir liggja, margir geta lagt lið.
Ég skora enn og aftur á bændur landsins að gefa til samtakana.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu, LÍF OG LAND.
Matarúthlutun hefst að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 12:20
Vissulega hafa menn misst reksturinn úr eigin höndum.
Engin bú hafa kannske stöðvast, en margir bændur hafa nú þegar misst reksturinn til lánadrottna.
Valdemar Ásgeirsson.
Mjólk vissulega góð en staðan víða slæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 16:46
ESB allsherjarlausn Samfylkingar.
Auðkúlu 18.01.2009.
Eins og þjóð veit er fátt talað eins mikið um þessa dagana eins og hugsanlega inngöngu Íslands í ESB.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa aðlagað sína orðræðu í þá veru sem talið er að falli best í kramið núna.
Þarna er á ferðinni mikill misskilningur. Íslendingar kæra sig ekki um ESB.
Allt tal um lægra vöruverð, t.d. á landbúnaðarvörum, er tómt kjaftæði. Við vitum jú, að sumir vöruflokkar landbúnaðirins eru dýrari á Ísland en í ESB. Það er þó langt í frá algilt.
Samstarfsmaður minn sem er Dani var að koma frá Danmörku. Þar kostar 1 liter af drykkjarmjólk 0,9 evrur. Í Hollandi er verð á mjólk enn hærra. Einnig í Þýskalandi. Nautahakk kostar í Danaveldi 6-8 evrur pr. kg.
Nú vitum við að erfitt er að umreikna þessi verð yfir í krónur, vegna þess hve krónan er verðlítil. Það væri ekki sanngjarnt.
Hér kostar mjólk ca 100 kr. pr. líter og nautahakk ca. 900-1200.-
Mjólk er því miklu ódýrari hér á landi og nautkjöt er á sambæril. verði.
Þá á eftir að skoða gæðin. Í ESB löndunum er t.d. mikið um að kjöt sé sprautað með vatni (saltpækli - vatn+salt+bindiefni) allt að 80% þyngdaraukning næst með því. Til lítils að greiða lægra verð pr. kg. ef verið er að kaupa vatn.
Hverju hefur ESB t.d. skilað f. Breta ? Litlu ef marka má nýjustu fréttir þaðan. 12 gamalmenni deyja úr kulda á hverri klukkustund. 2000 manns pr. viku.
Var ekki talað um heimsveldið Stóra-Bretland ? Getur ekki einu sinni haldið varma á gamla fólkinu sínu. Hvað með útigangsmenn og hungraða ?
Viljum við svona Ísland ?
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðkúlu 18. jan. 2009.
Ég held að öllum sé nú ljóst að kosningar hljóta að verða á þessu ári.
Furðu lítið heyrist þó frá stjórnarandstöðunni. Einkum vekur furðu; þagmælska Vinstri grænna.
Kjaftaskarnir tveir, Steingrímur og Ögmundur þegja nánast þunnu hljóði, helst að Jón Bjarnason láti e-ð í sér heyra hvað varðar málefni þeirra sem mest eiga undir högg að sækja um þessar mundir.
Sennilega eru VG að snuðra og hlera ofaní Samfylkingu og bíða eftir lokum Framsóknarþings, m.ö.o. að sjá til hvernig mál þróast og meta möguleika sína á aðkomu að næstu ríkisstjórn. Hvern er hægt að narra með sér.
Frjálslyndir eru algerlega þagnaðir, varla að fólk muni lengur nöfn þeirra sem á Alþingi sitja f. flokkinn þann.
Nú síðast berast fréttir út um byggðina að Samfylkingin hyggist leggja land undir fót, til þess að kynna stefnu sína varðandi Evrópusambandið.
Það var þá helst þörf á því. Allir vita að nýr / annar gjaldmiðill fæst ekki bara si-svona. Ekki við þær aðstæður sem þjóðin hefur ratað í. Allir vita líka að innganga í ESB stendur ekki til boða eins og á stendur. Aðildarviðræður taka langan tíma, það telst í árum, ekki mánuðum.
En þetta gerir Samfylkingin í ráðaleysi sínu til þess að sáldra ryki í augu fólks, blekkja.
Hvað er í gangi, hvað er að gerast, eða er yfirleitt e-ð að gerast ?
Þetta eru spurningar sem brenna á fólkinu í landinu en engin svör fást. Stjórnmálamenn gefa engin svör og þaðan af síður hafa þeir gefið fólki von. Fólk sekkur dýpra og dýpra í vonleysi og svartnætti, sem von er, þegar engin svör er að fá og enga von.
Fari fólk ekki að fá svör og von um að geta greitt úr sínum málum missir almenningur fljótlega móðinn. Það hafa reyndar margir gert nú þegar. Íslensk þjóð hefur ekki efni á því að missa einn einasta mann "úr liðinu" núna. Því verður Samfylking og Sjálfstæðisflokkur að fara að láta verkin tala.
Fólkið er auður hvers lands. Án fólksins er landið ekki neitt. Fólkið í landi hverju er dýrmætara en auðlindirnar sjálfar, eins og sjá má af því að; auðlindir landa hafa ekki allt að gera með það hvernig þjóð reiðir af.
Öll ráðuneytin eru með á sínum snærum sérstakan fjölmiðlafulltrúa, ég spyr til hvers eru þeir ? Eru þeir ekki til þess ætlaðir að koma upplýsingum til fólks um það sem er verið að gera í ráðuneytunum ?
Kannske er bara ekki verið að gera neitt. A.m.k. virðist ráðaleysið vera óskaplegt, vægt til orða tekið.
Almenningur treystir ekki stjórnmálamönnum lengur. Engum. Ekki heldur þeim sem eru í stjórnarandstöðu.
Eigi að endurheimta traust þjóðarinnar verður að boða til kosninga strax. Og kjósa í ca. mars-apríl.
Allir fyrstu menn á öllum listum sem eiga sæti á Alþingi verða að víkja / hverfa, eða a.m.k. færa sig neðar á listunum.
Eins er í Seðlabankastjórn og öðrum bankastjórnum, menn verða að víkja.
Það verður að fara fram alsherjar hreingerning, aflúsun. Fólk hefur nú orðið fullkomið ógeð á samtryggingu pólitíkusa og peningamanna.
AFLÚSUN STRAX.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2009 | 20:52
Starfshættir og siðferði bankanna rannsakað.........
Auðkulu 17. januar 2009.
Starfshættir og siðferði bankanna rannsakað, gott og vel.
En þyrfti ekki að rannsaka starfshætti og siðferði stjornmalamanna ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 21:41
Til hvers að borga bönkunum meira ? HÆTTUM AÐ BORGA.
Til hvers að borga bönkunum meira ?
Þetta kann að virka einkennileg spurning. En; ef fólk getur ekki lengur staðið undir afborguum af lánunum sínum, og sér ekki fram á að það verði á næstu misserum, af hverju þá að halda áfram að borga ?
Fólk er hvort eð er að missa allar sínar eigur.
Fjöldinn allur af fólki sér nú fram á að geta ekki staðið í skilum við lánadrottna sína.
Fólki er gert að greiða tvöfalda þá upphæð sem samið var um við undirritun lána þess.
Nokkur dæmi :
1. Maður einn keypti bíl á 2,8 milljónir í nóvember 2005. Samið var um greiðslu pr. mán. kr. 48.000.-Greitt var af láninu þangað til í nóv. 2008. Þá var greiðsla pr. mán. orðin 105.000.- Lánið stendur í 2,2 millj. í dag, bíllinn er metinn á 0,9 milljónir.
2. 18 ára piltur keypti bíl á 3,2 millj. 2006. Greiddi út kr. 700.000.- kr. Mánaðarl. afb. er nú 100.000.- kr. pr. mán. og skuldin á bílnum 4,2 millj. Bíllinn er metinn á 1,5 millj. Enginn vill hinsvegar kaupa bílinn á 1,5 millj. króna.
3. Kona ein keypti hús á 22 millj. árið 2006. Tók lán; kr. 7 millj, greiddi 15 millj. með pen. Umsamin afb. pr. mán. var 50 þús, er núna 110 þús. Lánið stendur í 15,5 milljónum og vonlaust að selja húsið.
Laun konunnar eru 140 þús pr. mán.
Hvað mælir með því að þetta fólk borgi meira til lánadrottna sinna ?
Hér kemur brot úr grein eftir Ólaf H. Sigurðsson, bæjarstjóra á Seyðisfirði.
(Fréttablaðið)
Hann hvetur fólk til þess að hætta að borga, og færir f. því rök.
Ólafur segir :
Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn,"
Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp.
Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu.
Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni.
Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn."
Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin.
Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú.
--------------------------------------
Þetta segir Ólafur.
Sjálfur þekki ég vel aðstæður þeirra sem voru að basla við að koma sér upp þaki yfir höfuðið á árunum uppúr 1980.
Fólk vann og vann, borgaði og borgaði en skuldir hækkuðu og hækkuðu. Verðbólga náði 120% á tímabili.
Í byrjun 20. áratugarins voru enn miklir erfiðleikar í peningamálum þjóðarinnar og nú skellur enn ein holskefla á fólki.
Stjórnvöld og lánastofnanir koma ekki með neinar lausnir f. fólk, og ætla sér ekki að gera það.
Eina leiðin til þess að knýja fram lausnir er : HÆTTUM AÐ BORGA.
Hætti fólk að borga af bíla- húsnæðis- og öðrum lánum, þúsundum saman munu stjórnvöld og lánastofnanir neyðast til þess að gera e-ð í málunum, en ekki fyrr.
HÆTTUM AÐ BORGA.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Breytt 15.1.2009 kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 18:45
Hver beitti ofbeldi ? Hví egna stjórnvöld þjóðina ?
Auðkúlu 8 jan. 2009.
Mikið er rætt um mótmælin sem farið hafa fram á götum R-víkurborgar og víðar, að undanförnu.
Margir láta sem þeir séu hneykslaðir. Einn þeirra er Össur Skarphéðinsson, og hefur hann lýst hneykslan sinni á vefsíðu sinni. Einkum fer fyrir brjóstið á Össuri (þeim sérlega grandvara og orðprúða manni) hið hræðilega orðbragð sem fólk er tekið upp á nota.
Ari Edvald og Sigmundur Ernir eru alveg bit. Einnig Geir Haarde.
Fólk hefur farið gjörsamlega yfir strikið, að dómi fyrrnefndra heiðursmanna.
Geir Haarde talar um að á gamlársdag hafi orðið eignatjón. Hugsa sér.
Hefur almenningur nokkuð orðið f. eignatjóni ? Er ekki réttara að spyrja : Hvað er eignatjón almennings / alþýðunnar stórkostlegt ? Hverjir eru þeir sem hafa valdið hverjum tjóni ? Og; hvað á tjón fólks eftir að verða mikið ?
Fjárhagslegt tjón, andlegt tjón og félagslegt.
Hvernig getur stjórnmála-fólk þótst vera hissa ?
Geir talar niður til fólks, það gerir Ingibjörg Sórún líka. Björgvin Sigurðars. viðskiptaráðherra hefur sýnt fólki fullkomna lítilsvirðingu. Laglega bætti heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór í pakkann í gær. Áfram mætti telja.
Nú síðast kunngerir háttvirtur forstjóri Fjármálaeftirlitsins að allt sem lofað hafði verið, varðandi gegnsæi og upplýsingstreymi verði svikið, allt verður áfram falið bakvið tjöldin.
Stjórnvöld og embættismenn gera í því að egna þjóðina upp á móti sér, og hverjum gegn öðrum.
Dómgreindarleysið er algert.
Ef formenn þingflokkanna og stjórnendur Stöðvar 2, væru í sæmilegum tengslum við almenning í landinu og bæru pínulítið skynbragð á það hvað bærist í sál þjóðarinnar, hefðu þeir í fyrsta lagi alls ekki haldið Kryddsíldar-þátt / boð á Hótel Borg, s.l. gamlársdag.
Að láta sér detta til hugar, eins og ástandið er í samfélaginu, að fara að halda kampavíns- bjór og brennivíns-partý fyrir flokksformenn, í beinni útsendingu á Austurvelli, er einfaldlega galin hugmynd.
Fullkomið dómgreindarleysi.
Ríkisstjórn, Seðlabankastjórn og stjórn Fjármálaeftirlitsins eiga að standa upp nú þegar og biðja Íslendinga um fyrirgefningu.
Líka eigendur fjölmiðlanna, sem greinilega eru ritskoðaðir sem aldrei fyrr.
Hið sama á Forseti Íslands að gera, hann verður líka að gera hreint fyrir Bessastaðadyrum.
Hinsvegar tel ég algerlega óvíst að þjóðin geti fyrirgefið. Held ég þó að mér sé óhætt að segja að mér finnst fyrirgefningin mikilvæg.
Sumt er bara erfitt að fyrirgefa, jafnvel ómögulegt.
Valdhafarnir + auðmenn landsins hafa rústað landinu, hvolft við tilveru fólks. Fólk veit ekkert hvert stefnir.
Held ég bílnum, held ég íbúðinni, tekst mér að halda fyrirtækinu ? Vinnunni, verður til f. rafmagnsreikningnum, verður til f. mat í krakkana........o.sv.frv...????
Þetta eru spurningar sem naga fólk, mæður og feður, líka börn, þessi misserin.
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Breytt 10.1.2009 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 18:06
Mikil er trú þín kona.......Hannes Hólmsteinn.
Auðkúlu 3. jan. 2009.
Ætli Hannes trúi enn á frjálshyggjuna ?
Skoðið meðf. link.
Tveir stjórnmálaflokkar sitja í ríkisstjórn Íslands.
Annar er frjálshyggjuflokkur, hinn jafnaðarmannaflokkur.
Frjálshyggjan (kapitalisminn) hefur beðið algert skipbrot á Íslandi, því getur enginn neitað.
Aldrei hefur auði þjóðarinnar verið jafn misskipt, bilið millri ríkra og fátækra aldrei verið meira.
Því getur heldur enginn neitað.
Gat þessum tveimur flokkum með nokkru móti mistekist hrapalegar ?
Valdemar Ásgeirsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)